Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

stadur hinna stóru húsa

CIMG1510Ittoqqortoormiit er glæsilegt thorp. Ríflega 500 íbúar og eins og í flestum thorpum a Grænlandi er madur alltaf á leid upp – eda nidur brekkur. Bærinn tók á móti leidangursmønnum í sínum fegursta skrúda, sól, logn og um –17 grádur. Børnin eru úti frá morgni til kvølds, jafnvel midnættis, og rúnta um á hundasledum medan fullordna fólkid fer um á vélsledum. Sterkbyggdir hundarnir eru út um allan bæ og liggja i breidum á ísi løgdu sundinu og passa ad ísbirnirnir vogi sér ekki i bæinn en sjø stykki hafa sést á sundinu nýlega. Magnadur bær, magnad fólk, magnad land. AV

Gunnbjørn hrikalegur

Gunnbjørnsfjall. Stórfengleg sjón á leidinni frá Kulusuk til Constable Pynt. Gnæfir yfir allt med sína 3700 metra. Risinn á austurstrøndinni. Fylltist lotningu og hlakkadi til ad koma til Ittoqqortoormiit eda Scoresbysunds. Átti svo sannarlega ekki eftir ad verda fyrir vonbrigdum…

 

AVCIMG1491


Lítillega um staðinn

Ittoqqortoormiit (Scoresbysund) er fimmhundruð manna bær á austurströnd grænlands, norðanmegin í mynni scoresbysunds, lengsta fjarðakerfi í heiminum. næsta byggð er á ammassalik-svæðinu um 800km í suð-vestur. Ísland er næsti nágranni, um 500km í hásuður.

Nafnið Ittoqqottoormit (Scoresbysund) er notað yfir stærstu af byggðunum þremur við suðurmörk Liverpoollands. Hinar tvær byggðirnar eru: Uunartoq (Kap Tobin) og Ittajimmit (Kap Hope). Ittoqqortoormit þýðir: Þeir, sem búa í stóru húsunum. Ittoqqortoormiit er einnig heitið á svæðinu, sem landfræðin segir að teygi sig alveg vestur á miðjan jökulinn, norður að landamærum Þjóðgarðs N-A Grænlands (stærsta þjóðgarðs í heiminum) og langt í suð-vestur að ammassalik svæðinu. Mynni Scoresbysunds er meira en 50km á breidd frá norðri til suðurs, og fjarðakerfi teygir sig vestur í hundruði kílómetra, en Nordvestfjord er þar fjærst, eða 313km frá sjó.

 ÓK


Dagur 3

Mættum stundvislega i skolann kl. 08:30 i morgun til ad breida ut fagnadarerindid, vid høfum nad ad kenna 3. til 11. bekk undirstøduatridin. Børnin eru gridarlega spent fyrir komandi moti og væntum vid godrar thattøku. Gafum kennurunum blom i gær og usb lykla i dag vid mikinn føgnud.

Oli atti gott atridi i 3.bekk thegar hann ætladi adeins ad sla um sig a grænlenskunni. Hann hafdi ætlad ad spyrja einn snadann ad nafni, en tha hlo kennarinn datt og utskyrdi ad hann hafdi sagt:,,hvad kostar thu?"

Vedrid er gott og milt en mer skilst ad thad se snjokoma framundan, fyrir vedurahugamenn og konur er hægt ad fylgjast med spanni her: http://www.dmi.dk/dmi/byvejr

Thar til næst

Kv. Iris


Dagur 2

VDSC01645öknuðum hress og kát kl. 07, mæting í skólann klukkan 08:10 til að kynna kennurunum verkefnið og plana daginn, jú að sjálfsögðu vorum við fullbókuð, í fyrsta tímanum vorum við af einhverjum misskilningi tvíbókuð. Óli og Arnar kenndu 9. Bekk og Íris kenndi   10. og 11. bekk af mikilli snilld, eftir tímann eru þar allavega tveir upprennandi stórmeistarar!
Krakkarnir eru mjög áhugasamir og vildu endilega fá lánuð skáksett til að æfa sig í frímínútum.  Planið er að halda mót eftir helgi og vorum við dugleg að auglýsa það. Opið verður í skólanum frá 10 – 18 mánudag og þriðjudag. Og ætla krakkarnir að mæta á skákhátíð í páskafríinu, áætlað er að halda stórmót í nafni  væntanlega nýstofnaðs skákfélags í Ittoqqortoormiit klukkan 15 á þriðjudag fyrir alla bæjarbúa jafnt unga sem aldna.CIMG1503

Ittoqqortoormiit er með eindæmum fallegur bær, snjór yfir öllu, sól, stillt veður og um 17 stiga frost.

Komum með fleiri fréttir fljótlega

Íris, Óli og Arnar


Dagur 1

Heil og sæl öll sem eitt!


Nú er allt komið á fullt, hér kemur ferðasagan:

Mættum á Reykjavíkurflugvöll klukkan tíu miðvikudagsmorguninn 28.mars, með góða skapið í farteskinu. Vélin fór stundvíslega í loftið 11:45 og lentum við heilu og höldnu í Kulusuk um tveimur klukkustundum síðar, biðum þar í klukkutíma eftir áframhaldandi flugi til Constable Pynt eða  „áIMG_0230 Punktinn“. Því miður var skólastjórinn í Ittoqqortoormiit og sérlegur gestgjafi vor Peter von Staffeldt veðurtepptur í Nuuk og kemst víst ekki heim fyrr en í fyrsta lagi á laugardag. Í þeirri flugferð vorum við svo heppin að sjá Gunnbjörnsfjall sem er hæsta fjall Grænlands 3700 metrar.  Þegar komið var á punktinn í 17 stiga frosti og sólskini var ekkert nema einn ágætlega stóran skúr og risastóran sleðahund að sjá. Selaðahundurinn hefur það göfuga hlutverk að verða snarbrjálaður ef einhverjum ísbirninum skildi svo mikið sem  detta í hug að koma nálægt flugvellinum.  Á þessum dýrðlega punkti hittum við Jón og hans föruneyti.  Jón og félagar eru að vinna að kvikmynd og hafa verið að vappa um á ísjökunum síðustu daga.  Því næst vorum við kölluð út í þyrlu. Óli fékk að sitja frammí hjá þyrluflugmanninum sem var ekki leiðilegt að hans sögn.  Hjartað hætti að slá í nokkrar sekúndur þegar þyrluflugmaðurinn ákvað að taka nokkrar dýfur til að krydda flugið, ekki frá því að Óli hafi eitthvað haft með það að gera...

Þegar við lentum heilu og höldnu í Ittoqqortoormiit tóku Ulla von Staffeldt og Jörgen Thomsen vel á móti okkur (Óli og Íris gista hjá Ullu og Peter,  Arnar gistir hjá Jörgen).  Hér er virkilega vel tekið á móti okkur og vistarverurnar eru mun betri en nokkurt fimm stjörnu hótel.

Þar til næst


Grænlandsfararnir þrír


Allt a fullu i Ittoqqortoormiit

Tha erum vid mætt a svædid! 

Rett ad lata vita af okkur, erum ad byrja programmid. Hemsokn okkar er tekid fagnandi og alla thyrstir i skaklexiur. Vænta ma itarlegri ferdasogu eftir hadegi.

En nu hringir bjallan, ballid er byrjad!

Kv. Iris, Oli og Arnar.


Leiðangursmenn

,,Við erum ein fjölskylda"
,,Við erum ein fjölskylda"

Fréttir af landnámi skákarinnar og starfi Hróksins og Kalak á Grænlandi.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband