Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Róbert Lagerman lyfti bikarnum á Greenland Open 2008.

Sextíu og fjórir þátttakendur skráðu sig til leiks á sjötta Greenland Open mótinu á austurströnd Grænlands sem fram fór í gær, laugardaginn 9. ágúst í íþróttahöllinni í Tasiilaq. Gríðarlega skemmtileg stemning myndaðist á mótinu þar sem íslenskir meistarar og áhugamenn, grænlenskir krakkar og nokkrir harðir danir börðust við borðin. Yngsti þátttakandinn var Aqqa Larsen sem er fimm ára og mætti í hverja skák eins og sannur veiðimaður, lék af miklum krafti og náði að leggja nokkra.

Mótið var að þessu sinni til heiðurs Sigurði "ísmanni" Péturssyni, sem verður sextugur í haust. Hann hefur um árabil búið í Kuummiut, fimm hundruð manna þorpi og siglt með sendinefndir Hróksins ófáar ferðirnar milli bæja, auk þess að hýsa þá sem haldið hafa uppi skáklífinu i Kuummiut.

Fyrir mótið var stjórn Löberen – biskupsins – skákfélaginu i Tasiilaq, þökkuð samvinnan og góðar mótttökur. Fengu stjórnarmenn íslenska tónlist í boði Smekkleysu og glæsilegt eðaltaflsett að gjöf, sem greinilega fyllti þá krafti því þeir veittu Íslendingunum harða keppni.

_MG_1068Tefldar voru níu umferðir eftir Monradkerfi þar sem umhugsunartíminn var 7 mínútur. Fyrir síðustu umferð var svo Sigurður kallaður á svið og hann hlaðinn gjöfum, íþróttagalla frá Henson, konfekti frá Sandholt, íslenskri tónlist og að auki fékk hann taflborð áritað af sjálfum Garry Kasparov.

_MG_1144Þegar upp var staðið voru þeir Róbert og Einar K. Einarsson efstir með 8,5 vinninga en Róbert nokkru hærri á stigum. Lagði hann Arnar Valgeirsson á fyrsta borði í síðustu umferð en Einar hafði sigur gegn Pétri Atla Lárussyni á öðru borði.

Veitt voru verðlaun fyrir efstu sæti hjá dömunum en þar kom í þriðja sæti Ingrid Kalia, í því öðru Saga Kjartansdóttir, andlit Hróksins í ferðinni og sú sem afhenti vinningana. Efst stúlkna varð Lea Ignatiussen og fékk hún glæsilega skáktölvu auk verðlaunapenings auðvitað.

Veitt voru verðlaun fyrir þá sem ekki voru í leiðangri Hróksins og þriðji varð Gaba Taunajik, annar hinn eitilharði kennari og meðstjórnandi Löberen, Hans Erik Larsen og efstur á palli sjálfur formaðurinn, Polle Lindt, sem stoltur tók á móti Kasparovborði og eðalköllum með gullmedalíu um háls. Náði hann fjórða sæti í mótinu sem er stórgóður árangur því margir öflugir skákmenn tóku þátt.

En þá voru það verðlaun fyrir efstu sætin: Spánverjinn öflugi Jorge Rodrigez Foncega náði bronsinu með sigri á Gunnari Frey Rúnarssyni í síðustu umferðinni, Einar K. Einarsson fékk silfrið og Róbert Lagerman, varaforseti Hróksins, fagnaði gullinu og lyfti glæsilegum bikar á loft við gríðarlegar undirtektir.

Svo var dregið um fimmtán happadrættisvinninga sem komu frá Henson, Smekkleysu og Sandholt, en ungur piltur hreppti þó glæsilega skáktölvu og brosti breitt.

Er Róbert þá sá eini sem hampað hefur bikarnum tvisvar á Greenland Open, en hann vann einnig 2005. Englendingurinn Luke McShane vann 2003, Jóhann Hjartarson 2004, Henrik Danielsen 2006 og forseti skáksambands Íslands, Björn Þorfinnsson í fyrra.

Ótrúleg veðurblíða hefur verið í Tasiilaq alla vikuna og engin lát eru á. Leiðangursmenn nota sunnudaginn til að fara í göngutúra um nágrennið þar sem náttúrufegurðin er engu lík, pakka niður og tefla við grænlensku krakkana sem koma í heimsókn og vilja meiri skák.

Eldsnemma í fyrramálið verður svo hoppað um borð í Þyt, fley Sigurðar ísmanns, sem kemur leiðangursmönnum til Kulusuk þar sem flogið verður með Flugfélagi Íslands, helsta styrktaraðila ferða Hróksins til Grænlands, heim til Reykjavíkur.

1-2 Róbert Lagerman (1) 2364 8.5
Einar K. Einarsson (3) 2100 8.5
3 Jorge Fonseqa (4) 2040 7
4 Polle Lind (38) 6.5
5-14 Gunnar Freyr Rúnarsson (2) 2120 6
Pétur Atli Lárusson (5) 2000 6
Arnar Valgeirsson (59) 6
Ásgeir Sandholt (48) 6
Hans Erik Larsen (36) 6
Guðmundur Valdimar Guðmundsson (14) 6
Gaba Taunajik (56) 6
Anders Pivat (47) 6
Konrad Larsen (34) 6
Mathias Kunuk (33) 6
15-17 Toby Sigurðsson (50) 5.5
Aqqaluk Johansen (19) 5.5
Hákon Svavarsson (53) 5.5
18-27 Atli Viðar Thorstensen (57) 5
Sigurður Ismand (61) 5
Jökull Arnarsson (8) 5
Dines Ignatiussen (15) 5
Age Konelionsen (27) 5
Josva Jörgensen (21) 5
Ásgeir Bergmann (11) 5
Ferdinand Mikaelsen (43) 5
Andri Thorstensen (58) 5
Hans Ib Kuitse (30) 5


Landsleikur í fótbolta

_MG_0964Eftir að sendinefnd Hróksins hafði teflt við börn og fullorðna i samkomuhúsinu í Tasiilaq og hópur farið í íþróttahöllina að undirbúa stórmótið sem fram fer seinna í dag, var keppt í fótbolta, Ísland - Grænland.

andsleikurinn var haldinn á hinum glæsilega malarvelli ofarlega í bænum og voru tólf í hvoru liði og varamenn alltaf til í að hlaupa inná þegar þreytan sagði til sín, hjá báðum liðum.
Þess má geta að einn Spánverji var með í íslenska landsliðinu, Jorge Rodrigez Foncega, og stóð hann sig með sóma aftarlega á miðjunni.
Eftir smá barning náðu Hróksmenn yfirhöndinni og komust í þrjú eitt, með mörkum þeirra Hákons Svavarssonar, sjálfsmarki þeirra grænlensku og skallamarki Atla Arnarssonar.
Staðan var 3-2 í hálfleik en Grænlendingarnir skoruðu þrjú í röð og það var með naumindum sem Íslendingarnir náðu að jafna með mörkum þeirra Þórarins Sigurðssonar og Styrmis Sigurðssonar, ísmanns.


Leikurinn fór í framlengingu og Styrmir bætti við marki en ungur piltur frá Tasiilaq vippaði yfir hinn tæplega tveggja metra langa Róbert Harðarson, markmann, á lokamínútunum.
Það kallaði á vítaspyrnukeppni þar sem sigur hafðist, þar sem Styrmir fór í markið og varði tvær spyrnur.
Þórarinn, Styrmir og Pétur Atli Lárusson skoruðu úr vítunum en Hákon Svavarsson, sem hafði stjórnað miðjuspili liðsins af röggsemi allan leikinn, klikkaði illa á vítaspyrnu sinni, sem kom þó ekki að sök. Hörkuleikur og ekkert gefið eftir.


Væntanlega verður heldur ekkert gefið eftir á Greenland Open, til heiðurs Sigurði Péturssyni sextugum, í Tasiilaq í dag.


Fjögur skákmót á tveimur dögum

_MG_0357Skákstarfsemin fór rólega af stað í Kulusuk eins og áður sagði. Þó var byrjað ad tefla þar strax á sunnudeginum og siðan var teflt allt fram á miðvikudag þegar barnaskákmótin fóru fram. Stofnað var skákfélag í Kulusuk og var það gert með stuðningi skákfélagsins úr Háskólanum í Reykjavík sem hafði séð um skákkennsluna í Kulusuk árið áður. Félagið hlaut nafnið Pisittartorq eða Riddarinn og er skólastjóri bæjarins, Lars-Peter Stirling, formaður þess. Miðvikudaginn 6. ágúst voru síðan haldin barnaskákmót í öllum bæjunum þremur. Tugir krakka tóku þátt í mótunum.

Þeir sem lentu í efsta sæti á mótinu í Tasiilaq voru Dines Ingnatiussen í 1. sæti, Jens Mathæussen í 2. sæti og í 3.-4. sæti urðu Simujoog Taunajik og Jukom Brandt. Brosbolir styrktu mótið.

Graenland08Toby4smallSigurvegari á Kuummiut-mótinu var Sakæus Kalia, annar varð Barajare Uitsatikitseq og þriðja varð Anna Manikutdlak. Landsbankinn styrkti það mót.

Hörð keppni var á mótinu í Kulusuk. Eftir mótið voru jöfn í efsta sæti Mikael Kunak og Antia Poulsen eftir að hafa unnið alla andstæðinga sína en gert jafntefli hvort gegn öðru. Tefla varð úrslitaskák milli þeirra og hafði Mikael þá betur. Olga Mikaelsen varð i þriðja sæti. Kaupþing styrkti þetta mót.

7. ágúst í blíðskaparveðri héldu Kátir biskupar og Hróksmenn í Kulusuk til Tasiilaq í báti Sigurðar Péturssonar ísmanns, Þyt. Það kvöld héldu Hrókurinn og skákfélagið í Tasiilaq, Løberen (biskupinn), skákmót fyrir alla aldurshópa. Á mótinu varð Einar K. Einarsson efstur og í öðru sæti var Gunnar Freyr Rúnarsson. Þeir unnu allar sínar skákir og gerðu jafntefli innbyrðis en Einar var hærri á stigum. Efstur Grænlendinga á mótinu og í 3. til 4. sæti var Ulrik Utuaq med sex vinninga af sjö. Ulla Kuitse varð efst kvenna. Vinningar voru frá Smekkleysu, Henson og Sandholtsbakaríi.

Á mótinu var Harald Bianco gerður að þrettánda heiðursfélaga Hróksins. Harald er bæjarráðsmaður í Tasiilaq og hefur verið helsta stoð og stytta Hróksmanna í skáklandnámi þeirra í Tasiilaq. Meðal fyrri heiðursmanna Hróksins má nefna rokkdrottninguna Patti Smith. 


Allt að komast á fullt skrid hja sendinefndinni

 

Það var fallegur dagur í Tasiilaq i dag og félagsheimilið opnaði klukkan eitt með því að leiðangursmenn tóku nokkrar bröndóttar við krakkana. Farið var yfir nokkur atriði og svo tefldi spænski skákræðingur sendinefndarinnar, Jorge Rodrigez F

oncega, fjöltefli við á þriðja tug barna og unglinga. Þrír náðu jafntefli og fengu verðlaun fyrir vikið.

 

Heldur rólega hafa skákæfingar farið af stað í Kulusuk, en vegna sviplegs fráfalls ungs pilts þar um helgina hefur sendinefnd Hróksins þar ekki farið geyst. Þó hefur þónokkur fjöldi kíkt við í skólanum og teflt en skákborð hafa verið sett upp bæði innan- sem utandyra. 

 

Barnaskákmót hefur verið auglýst um allan bæ, sem fram fer á morgun klukkan 15:00, KB bankamótið. Bros mótið verður haldið í Tasiilaq á sama tíma og Landsbankamótið í Kuummiut, en tveir Kátir biskupar komust til Kulusuk í dag, þar sem flugi var aflýst í gær vegna þoku, sem og restin af farangri leiðangursins.

Héldu þeir rakleiðis til Kuummiut þar sem Kátir hafnfirskir biskupar settu upp mikla skákhátíð um leið og þeir hoppuðu í land.

 

Á fimmtudaginn koma svo þeir sem staddir eru í Kulusuk og Kuummiut yfir til Tasiilaq, og auk þess nokkrir frá Reykjavík. Stórmót verður sett upp um kvöldið í samstarfi við skákfélagið Löberen – biskupinn – og vænst er góðrar þátttöku, enda þurfa allir að hita sig vel upp fyrir Greenland open á laugardag, sem haldið er til heiðurs Sigurði Péturssyni, ísmanni, sem verður sextugur í haust.

 

En í millitíðinni hefur verið auglýstur landsleikur i fótbolta, Grænland – Ísland, á hinum rómaða malarvelli í Tasiilaq, sem einmitt liggur beint fyrir framan Lionshúsið þar sem leiðangursmenn gista. Spurning hverjir verða á heimavelli...

 


Fjöltefli í bongóblíðu á austurströndinni

 

Fjöltefli í bongóblíðu á austurströndinni

Það hefur farið vel um leiðangursmenn Hróksins í blíðunni í Tasiilaq og Kulusuk.

Í dag, mánudag, hófst veislan og samkomuhúsið í Tasiilaq opnaði klukkan 13:00 og börnin kepptust við að setja upp borð og stóla og skora á Íslendingana þegar settin voru komin á sinn stað. Róbert Lagerman tefldi svo fjöltefli við 25 krakka við mikla hamingju, ekki síst hjá þeim þremur sem náðu jafntefli við meistarann. Fengu þeir Hróksnælu í barminn og lyklakippu að auki.

Róbert hafði reyndar verið bitinn rækilega af moskítóflugum hér í dalnum í gær, þar sem leiðangursmenn renndu fyrir silung, og stokkbólginn fór hann á sjúkrahúsið í bænum þar sem meistarinn var sprautaður og lyfjaður í bak og fyrir. Var skákhandleggurinn tvöfaldur og læknirinn sagði honum að tefla ekki á næstunni. En fjölteflið hafði verið auglýst og ekki mátti klikka á því.

Í Kulusuk eru fimm vaskir sveinar sem bíða eftir tveimur í viðbót svo hægt sé að setja upp hátíð bæði í Kulusuk og Kuummiut, en flugi var aflýst í dag. Er það fremur afleitt þar sem slatta af farangri vantar, varð hann eftir í Reykjavík en berst vonandi sem fyrst.

Teflt var utandyra í Kulusuk enda hefur veðurblíðan verið með eindæmum.

 

Fyrsti dagur hefur því gengið vel og er unga fólkið að draga vini og vinkonur með að æfa sig, enda verða barnamót í Kulusuk, Kuummiut og Tasiilaq á miðvikudag kl. 15:00 að grænlenskum tíma. Má reikna með að aldrei áður hafi jafn margir setið að tafli sem á næsta miðvikudag á Grænlandi öllu.

En meira um það síðar...


Leiðangursmenn

,,Við erum ein fjölskylda"
,,Við erum ein fjölskylda"

Fréttir af landnámi skákarinnar og starfi Hróksins og Kalak á Grænlandi.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband