Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2012

Carsten Egevang

552810_289528467799772_100002278637973_644646_1641490560_n.jpg

Þær Gudrun og Emilie voru alltaf með, og alltaf þvílíkt hressar

Þegar skáktrúboðarnir í Ittoqqortoormiit voru með fjöltefli í ferð sinni, og þeir Hrafn og Stefán deildu á milli sín 99 skákum þar sem hvor tefldi við ríflega tuttugu í einu, mættu tveir danskir félagar með svakalegar myndavélar með enn svakalegri linsum á svæðið. Fyrir þeim fór Carsten Egevang sem þykir einn allra besti arctic ljósmyndari sem finnst og við nánari könnun var fullyrt að hann væri sá besti - á eftir RAX!

 

525809_289528387799780_100002278637973_644643_1583300957_n.jpg

Hrafn þarf að vanda sig þegar hann leikur næsta leik gegn Sikki Lorentzen, en hún vann tvö mótanna

Þeir félagar mynduðu uppákomuna en voru strax morguninn eftir á leið í veiðimannakofa í 40 km fjarlægð, semsagt lengst úti á ísnum þar sem Carsten hélt ljósmyndasýningu. Það reyndist ómögulegt fyrir ferðalangana að kíkja á sýninguna, enda bæði langt, kallt og vont færi svo vitað var að snjósleðarnir myndu hoppa og skoppa meirihluta leiðarinnar.

576277_289528557799763_100002278637973_644650_24502164_n.jpg

Stefán Bergsson er greinilega í ham í fjölteflinu

Átta manns á fjórum sleðum mættu þó á sýningu Carstens sem var himinlifandi með góða aðsókn. Þeir félagar voru svo samferða Hróks- og Kalakmönnum yfir hafið til Íslands.

Þær fjórar myndir sem fylgja þessari færslu tók Carsten Egevang. Fleiri myndir hans, greinar úr ferðinni og greinar um Grænland yfirleitt má finna á vefsíðu vinafélags Íslands og Grænlands, kalak.is

Carsten er með ljósmyndasíður:

www.carstenegevang.com

og  www.arc-pic.com

578081_289528487799770_100002278637973_644647_249725318_n_1149527.jpg

 


Frá mínus tuttugu í plús fimmtíu og sex!

sermersooq_1147220.pngUm leið og Hrókurinn og Kalak þakka þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem gerðu það að veruleika að öll börnin í Ittoqqortoormiit fengu vinninga á hverju einasta móti sem haldið var vikuna fyrir páska er ekki úr vegi að birta nokkrar myndir úr þessari mögnuðu ferð.

 

nunafonden_1147219.pngÞað er aldeilis heldur ekki úr vegi að þakka Fritids og kulturráði Sermersooq bæjarfélagsins, sem og Nuna fonden innilega fyrir höfðinglega styrki sem gerðu það yfirleitt að verkum að hægt var að leggja í þessa velheppnuðu ferð.

535928_224786527629089_100002932315153_427367_1501835163_n.jpg

Ferðalangar fóru í ansi magnaða ferð í Kap Tobin, eða Tóbínhöfða eins og það var kallað í veðurfréttatímunum áður fyrr. Þar má finna heita lind, 56°C þar sem fólk á það til að baða sig og hugsanlega hefur þessi moskuxi borið þar beinin. Þó má kannski leiða að því líkum að einhverjir hafi tyllt kúpunni á stein eftir ríkulega kvöldmáltíð!

549318_10150815776808338_538163337_11945418_989347131_n.jpg

 Eins og sjá má hefur heldur betur gengið á með éljum í vetur. Ruðningarnir voru tvær til þrjár mannhæðir og í sumum húsum var engin þörf fyrir gardínur.

522870_10150815775548338_538163337_11945411_337530786_n.jpg

Það er engu líkara en þessir birnir góli í frostinu en á meðan á dvöl leiðangursmanna stóð var veðrið að mestu leyti frábært, sól og nánast stilla fyrstu dagana en um 15°C í mínus. Fór upp í mínus tuttugu og þá var nokkuð kallt. Í lokin var ekki eins fallegt veður en minna frost, kannsku um mínus fimm. Þessir birnir höfðu eitthvað verið að spóka sig um á sundinu en enginn veit ævina fyrr en öll er!

579589_10150798995583338_538163337_11874707_1777941884_n.jpg

 Nokkra bíla mátti sjá á kafi við hús en snjósleða eða fjórhjól mátti sjá við hvert hús, svona nánast. Hér sést sleðahundur passa upp á farartæki eiganda síns sem virðist tilbúið til ferðalags út á sundið.


Afmælisbarn dagsins

 554412_10150810507528338_538163337_11920508_992667352_n.jpg

... er hann Jens Ravnskjær, skólastjóri grunnskólans í Ittoqqortoormiit. Það má segja að Jens hafi verið lykilmaður í að koma leiðangrinum þarna uppeftir, en umsóknir um styrki, húsnæði og allt sem þurfti fór í gegn um hann.

Tekið var á móti leiðangursmönnum með kostum og kynjum þar sem boðið var upp á sauðnaut og með því strax fyrsta daginn. Veislumatur var endurgoldinn með íslenskum lambalærum - þremur stykkjum - og glænýju grænmeti. Glænýtt grænmeti er ekki beinlínis í boði í hverjum degi.

Fyrir framan pabba sinn er hann Skjöld sem var aldrei kallað annað en Skjöldur, vinstra megin á mynd er skólastjórafrúin, hún Kirsten Lumbye Ravnskjær. Við hennar hlið er kennarinn hún Anette Lassen, þá Jón Birgir Einarsson, Stefán Bergsson, Lisbet Dönvang og Christian sem kom frá Tasiilaq, einmitt þennan dag, til að aðstoða í skólanum.

Jens er nú staddur á námskeið i Nuuk.

Til hamingju með afmælið Jens.

Tillykke!

Innuinni Pidduari! 


Föstudagurinn langi

cimg0669.jpgAð sjálfsögðu var farið í grænlenska messu i tilefni föstudagsins langa. Hoppað snemma á fætur enda dagurinn langur! Helmingur leiðangursmanna trítlaði í kirkjuna að hlusta á djákna bæjarins fara með guðsorð og þó ekki hafi allt síast inn var þetta ósköp falleg stund.

cimg0683.jpgJessussi, Kristussi, Maria og Amen var nú eiginlega það sem  komst í gegn en það var gott að hefja daginn á friðarstund og vera svo klár í 60 manna stórmót síðdegis.

 

Páskaeggjamótið var magnað og gaman að því að hjálparhellan og snillingurinn hún Sikkerninnguaq cimg0845.jpgLorentzen skyldi vinna í yngri flokki. Hún átti það svo sannarlega skilið og ekki leiðinlegt að sjá þrjár stelpur í þremur efstu.

 

cimg0797.jpgLars Simonsen vann eldri flokkin örugglega, enda sennilega besti skákmaður bæjarins. Í eldri flokki vann Lars eina mótið sem hann tók þátt í, Paulus Napatoq vann tvö og Emil Arqe eitt.


Eintómir snillingar

529091_10150798987028338_538163337_11874683_1892333544_n.jpg

Þessir heiðurspiltar eru þrír af fjórum leiðangursmönnum Hróksins og Kalak. Stefán Bergsson, framkvæmdastjóri Skákakademíunnar og skákkennari, Hrafn Jökulsson, forseti Hróksins og upphafsmaður Grænlandsferðanna. Fyrir hans tilstilli hafa öll þorp austurstrandarinnar verið heimsótt í yfir 20 ferðum og nálægt 1000 skáksetta gefin börnum og í skóla. Lengst til hægri er Jón Birgir Einarsson, frábær liðsmaður og ekki kemur að sök að drengurinn er sálfræðimenntaður! Sá fjórði var Arnar Valgeirsson.

575035_10150804293253338_538163337_11895723_1825574145_n.jpg

Þessir heiðursmenn voru leiðangursmönnum innan handar enda ánægðir með skákveisluna. Til vinstri er Jens Christian, húsvörður í grunnskólanum og sex barna faðir. Til hægri er naglinn hann Jaerus Arqe, sjö barna faðir sem hefur margsinnis boðið leiðangursmönnum undanfarinna ára í mat. Nú bauð hann uppá moskuxa eða sauðnaut, sem hann að sjálfsögðu veiddi sjálfur. Áður hefur hann boðið upp á ísbjarnarlæri í karrýsósu og rostung, svona meðal annars. Þeir piltarnir buðust til að "skutla" skáktrúboðunum 35 km vegalengd að Constable Pynt flugvellinum á snjósleðum. Það var hressandi en nokkuð kallt!

580593_10150804288103338_538163337_11895652_2127041075_n.jpg

 Þessir heiðursmenn héngu bara í Ittoqqortoormiit í frostinu. Gera má ráð fyrir að þetta séu allt karlar enda stranglega bannað að fella birnur með húna sína, nema í algjörri sjálfsvörn. Það getur verið grimmt lífið þarna á 70° breiddar, en það borgar sig allavega ekki að bögga bæjarbúa, þeir vilja enga bjössa í bæinn þegar börnin eru úti að leika sér.

543180_10150801660803338_538163337_11886973_200094099_n.jpg

En allt snýst þetta nú um skákina og veislu í heila viku. Börnin eru algjörlega æst í að fara í skólann, jafnvel þó komin séu í páskafrí og tefla sem enginn sé morgundagurinn. Þau yngri skemmta sér konunglega og sýna gríðarlegar framfarir. Leiðist sko ekki þegar verðlaunaafhendingin fer fram, enda fá allir vinninga. Hér eru allir sigurvegarar, enginn sem tapar. Hvort sem maður er ungur að uppgötva tilveruna, eða...

b_nus_-_rval_4_1146348.jpg

... eldri og reyndari. Jafnvel hvort maður sé alsjáandi eða blindur. Hér má sjá hinn mikla snilling, Paulus Napatoq sem tekur ekki í mál að láta sjónleysi stoppa sig á nokkurn hátt. Hann fer á skíði, hjólar um á sumrin, rúllar yfir jafnaldra í skák og skreppur út á ísinn á hundasleða. Með byssu um öxl! Á móti honum er frændi hans og vinur, Emil Arqe, sem reyndar gerði sér lítið fyrir og vann fyrsta mótið. Því verður ekki á móti mælt að í hinu einangraða Ittoqqortoormiit við hið magnaða Scoresbysund búa snillingar. Náttúrubörn sem taka Íslendingunum galopnum örmum.


Páskaeggin frá Bónus slógu í gegn: Stúlkur í þremur efstu sætum á síðasta stórmótinu í Ittoqqortoormiit

1Stúlkur urðu í þremur efstu sætunum á 44 Bónus-barnaskákmóti sem leiðangursmenn Hróksins og Kalak héldu í dag. Hin 16 ára Sikkerninnguaq Lorentzen sýndi gríðarlegt öryggi og sigraði í öllum 6 skákum sínum. Í öðru sæti varð systir hennar, Sara, og Isabella Simonsen hreppti bronsið.

Í flokki fullorðinna sigraði Lars Simonsen með 11,5 vinning af 12 mögulegum, en næstir komu frændurnir Emil og Esajas Arqe.

Allir keppendur dagsins voru leystir út með páskaeggjum frá Bónus, en aðrir sem gáfu vinninga í dag voru Sögur útgáfa, Fjallið hvíta og Telepost. Þá gaf Ísspor bikara og verðlaunapeninga.

Þetta var síðasta stórmótið í ferðinni að þessu sinni, en sú spurning sem brann á vörum krakkanna var einföld: Verður önnur skákhátíð á næsta ári?

Svarið liggur í augum uppi: Já, svo sannarlega!

Myndaalbúm dagsins!


Theodor er Cintamani meistari Grænlands 2012: Paulus Atlantsolíu-meistari!

10Skírdagur í Ittoqqortoormiit: Enn eitt stórmótið og auðvitað var gleðin allsráðandi. Cintamani, Atlantsolía og Sögur útgáfa sáu til þess að allir keppendur -- 60 talsins! -- fengu verðlaun. Sigurvegari í eldri flokki var undradrengurinn Paulus Napatoq en í yngri flokki fór Theodor Napatoq með sigur af hólmi.

Áhugi krakkanna hér á 70. breiddargráðu er ólýsanlegur, og margir sýna frábær tilþrif við skákborðið. Næstum öll börnin, sem stödd eru í bænum í páskafríinu mættu til leiks.

19Leiðangursstjórinn Arnar Valgeirsson, sem nú er í sjöttu heimsókn sinni til Ittoqqortoormiit, segir að móttökur bæjarbúa séu frábærar og hann hefur þegar gefið út tilkynningu um að Hrókurinn og Kalak, vinafélag Íslands og Grænlands, verði aftur á ferð á næsta ári.

Myndaalbúm!


Myndir úr skákveislunni miklu á 70. breiddargráðu

36Skákveislan í Ittoqqortoormiit hefur gengið stórkostlega. Hér eru myndaalbúm frá fyrstu dögunum -- það er bókstaflega ekki annað hægt en taka góðar myndir á Grænlandi!

Skoðið og njótið.

Skákkrakkarnir!

Stórmót Pennans-Eymundsson og Ísspors

Fjör í fjöltefli

Sólríkur dagur í norðrinu

Skákgleði

Hátíð 2012


16 ára stúlka sigraði á stórmóti Pennans-Eymundsson og Ísspors

17 Enn einn dásamlegur dagur á Grænlandi. Við heimsóttum grunnskólann í morgun og fórum yfir undirstöðuatriði skáklistarinnar -- en þess gerðist varla þörf, því eftir fimm ára starf á 70. breiddargráðu eru öll börnin í ísbjarnarbænum með jafnvel hin fínustu blæbrigði skáklistarinnar á hreinu.

Seinnipartinn var svo efnt til sannkallaðs stórmóts, með tilstyrk Pennans-Eymundsson og Ísspors. 50 börn á grunnskólaaldri tefldu og leikgleðin var allsráðandi. Hin 16 ára gamla Sikkerninnguaq Lorentzen stóð uppi sem sigurvegari með 6 vinninga af 7, en öll börnin voru sigurvegarar og öll fengu þau glaðning frá bakhjörlum okkar.

11Í eldri flokki sigraði svo unga glæsimennið Paulus Napatoq, sem varð tvítugur á dögunum. Hann er blindur en lærði skák í fyrstu heimsókn okkar hingað og hefur síðan sýnt ótrúleg tilþrif á skákborðinu.

Veðrið leikur við okkur hér í norðrinu: Hér eru sólin og lífsgleðin í aðalhlutverkum.

 Skákhátíðin mikla heldur áfram á morgun!

 Myndaveisla dagsins.


Gleðifréttir frá Grænlandi: Öll börnin í Ittoqqortoormiit kunna að tefla!

CIMG0208Stórkostlegur dagur á Grænlandi er að kveldi kominn: Ittoqqortoormiit iðar af skáklífi og í dag heimsóttum við grunnskólann og fórum yfir undirstöðuatriðin í 6. til 10. bekk.

Í fyrramálið er röðin komin að yngri bekkjunum, og góðu fréttirnar eru þær að hér um bil hvert einasta barn í þorpinu kann mannganginn.

CIMG0254Síðdegis var svo efnt til fjölteflis þar sem Stefán Bergsson og Hrafn Jökulsson tefldu við samtals 99 börn! Það þýðir að næstum öll börn í afskekktasta þorpi norðurslóða tóku þátt í fjölteflinu.

Gleðin var allsráðandi, og húrrahrópin voru einsog á heimsmeistaramóti þegar einhverjum tókst að ná jafntefli eða vinningi gegn íslensku gestunum.

Hrafn gerði jafntefli við Ib, Daniel og Seth en mátti lúta í gras gegn Sikkersoq. Stefán Bergsson var hinsvegar fórnarlamb glæsilegrar mátfléttu hins 13 ára Jeremiasar Madsen.

CIMG0236Í kvöld voru leiðangursmenn boðnir í mat til Napatoq-fjölskyldunnar, og þar var ljúffengt grænlenskt sauðnaut á borðum. Paulus Napatoq, sem varð tvítugur á dögunum, er íslenskum skákáhugamönnum að góðu kunnur.

Hann er blindur, en lærði að tefla í fyrstu heimsókn Hróksmanna til Ittoqqortoormiit fyrir fimm árum og tók þátt í Skákhátíð á Ströndum árið 2008. Faðir hans, Jaerus Napatoq, er einn af frægustu veiðimönnum Austur-Grænlands, og Nikoline kona hans matreiddi ljúffengan sauðnautsrétt fyrir hina íslensku gesti.

Grænlendingar eru miklir höfðingjar heim að sækja og okkur er hvarvetna tekið af mikilli hlýju og vinarhug.

Og náttúran sjálf er í hátíðarskapi: Veðrið er milt, stillt og kyrrt, og sólin er einráð á bláum himni.


Næsta síða »

Leiðangursmenn

,,Við erum ein fjölskylda"
,,Við erum ein fjölskylda"

Fréttir af landnámi skákarinnar og starfi Hróksins og Kalak á Grænlandi.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband