,,Við erum ein fjölskylda"
Starf Hróksins á Grænlandi hófst árið 2003. Þá var haldið fyrsta alþjóðlega skákmótið í sögu Grænlands. Aðalbakhjarl verkefnisins frá upphafi er Flugfélag Íslands. Við sama tækifæri var stofnað Skáksamband Grænlands, með veglegri stofngjöf frá Eddu útgáfu og Björgólfi Guðmundssyni.
Árin 2004, 2005, 2006 og 2007 héldu Hrókurinn og félagar alþjóðlegar skákhátíðir í Tasiilaq á Austur-Grænlandi.
Í desember 2005 fóru Hróksmenn og heimsóttu sex þorp á austurströndinni og færðu öllum börnum á aldrinum 8-12 ára taflsett að gjöf. Alls hafa Hrókurinn og félagar gefið um 1000 taflsett á Grænlandi.
Í mars 2006 fór leiðangur í heimsókn í grunnskólana í þorpunum á austurströndinni. Í september 2006 komu 20 börn frá fimm þorpum í heimsókn til Íslands á vegum Kalak - vinafélags Íslands og Grænlands og Hróksins. Þau lærðu að synda, sóttu skóla í Kópavogi og kynntust íslenskum jafnöldrum sínum.
Í nóvember 2006 fór leiðangur til Tasiilaq og fleiri þorpa á austurströndinni.
Haustið 2007 komu 26 börn frá Austur-Grænlandi, á vegum Kalak og Hróksins, og lærðu að synda, sóttu skóla í Kópavogi og kynntust íslenskum jafnöldrum.
Um páskana 2007 var í fyrsta sinn farið norður í Skoresby-sund, sem er nyrsta byggð á Austur-Grænlandi. Þar eru um 150 börn á grunnskólaaldri og fékk stór hluti þeirra taflsett að gjöf.
Hátíðirnar í Ittoqqortoormiit hafa síðan verið haldnar árlega. Liðsmenn Hróksins og Kalak, vinafélags Íslands og Grænlands, fara í fimmtu heimsóknina í þetta afskekkta þorp 31. mars til 7. apríl 2012.
Færsluflokkar
Spurt er
Tenglar
Grænlandsvinir
- Kalak Vinafélag Íslands og Grænlands
- Flugfélag Íslands Taktu flugið
- Penninn Styður starf Hróksins og félaga á Grænlandi!
- Íslenskt grænmeti Styður starf Hróksins og félaga á Grænlandi
- Henson Laaangflottastur!
- Bónus
- Cintamani Flottar flíkur í fimbulkulda
- Sögur útgáfa
- Actavis Hagur í heilsu
- Ísspor Verðlaunagripir
- Atlantsolía
- Fjallið Hvíta
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar