Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010

Napatoq

josef að tafli

Hér til hægri er Josef Napatoq, hinn góði vinur okkar og sonur Jaerus og Nicolinu sem buðu okkur í snjósleðaferð, sauðnaut og rostung. Þau eiga sex börn í skákinni, þau Paulus sem er í Danmörku eins og er, Karl, Emilíu, Josef, Leu og Dorte eða Dodda.... svo tóku þau að sér gleðigjafann Míu. Josef skartaði þessum glæsilega KA galla við mikla hrifningu mína en þegar Sverrir sá ánægjusvipinn þá ákvað hann að koma með haug af ÍBV göllum á krakkana næst. Hann ætlar nefnilega með næst og er strax farinn að plana ferðina. Allavega í huganum.

Josef á afmæli á morgun, föstudaginn 9. apríl og verður 15 ára. Hann fékk líka afmælisgjöf þegar við fórum og varð glaður en ótrúlega svekktur yfir því að komast ekki á þyrlupallinn að kveðja því skólinn er byrjaður. Það stoppaði þó ekki alla því nokkur ungmenni trilluðu upp á hólinn í ófæru til að veifa bæbæ.

Við þökkum þeim sem gáfu vinninga á mótin sem svo sannarlega fóru á góðan stað og glöddu ung hjörtu. Eymundsson, Actavis, Sandholt, Arionbanki, Bónus og Jói gullsmiður í Eyjum; hjartans þakkir. Flugfélag Íslands hefur reynst Hróknum afar vel undanfarin ár og bestu þakkir til allra þar.

Sverrir hoppaði beint upp í vél til Eyja er lent var í Reykjavík. Hann er væntanlega farinn að græja næstu ferð. Þegar yfir 60 krakkar mæta í skólann í páskafríinu sínu (frá skólanum...) til þess að tefla, og um 80 eru í skólanum yfirleitt, þá er verið að gera eitthvað rétt. Og verður sko áframhaldið.

Arnar


vedurtepptir piltarnir

 

jæja, vedurtepptir í snjókomunni. en til hvers ad kvarta eftir spikfeitan rostung i hádegismat og med svona útsýni út um eldhúsgluggan?

út um eldhúsgluggann

 


Aqqalu Brönlund tók páskamót númer tvö

 

sverrir og charlie 2Við piltarnir tókum því rólega um morguninn en kíktum  „down town“ upp úr hádegi bara til að komast að því að búðin var lokuð frá hádegi til tvö. Litum svo við hjá Martin og Karinu í Nanu travel, sem eru miklir öðlingar. Karina lætur sig félagsmálin miklu varða og er farin að hugsa um leiðir til að hjálpa Hróknum við fjármögnun ferða næstu ára, því hún vill að þetta verði jafn sjálfgefið og páskarnir sjálfir. Við fengum aðeins lánaðan hann Charlie, helmassaðan sleðahund sem var svo sterkur að það var sko ekki nóg að hafa hundaól á hann heldur almennilega keðju. Trilluðum með hann aðeins upp í fjallsrætur.

En skólinn var hafinn eftir páskafrí og fimmtíu og fjorir skráðu sig til leiks í mótið sem hófst um hálf fjögur. Það er ekki slæmt miðað við að nemendur eru tæplega 80. Tefldar voru sjö umferðir með  fimm mínútna umhugsunartíma og allt gekk eins og í sögu. Krakkarnir kunna orðið á þetta, tilkynna úrslit og eru tilbúin við skjávarpann þegar röðun næstu umferðar er og fljót að koma sér fyrir við merkt borðin.sikkerninnguaq Lorentzen, verðlaun besta stelpanLengst af leit út fyrir harða baráttu þeirra Aqqalu Brönlund og hennar Sikkerninnguaq Lorentzen, sem er efnilegasta stúlkan. Hún hinsvegar tapaði tveimur síðustu, fyrir þeim Aqqalu og Leo Brönlund, eftir að hafa verið komin með fimm af fimm. Lenti hún þar með í fimmta sæti en fékk þó sérstök verðlaun fyrir að vera efsta stúlkan. Sikkerninnguaq hefur þó oftar en ekki komist á pall síðan hún lærði mannganginn um páskana 2007.

 

Aqqaluq Brönlund sigurvegarAqqalu vann allar, Seth Pike kom á óvart og krækti í silfrið og Leo Brönlund varð þriðji en þeir voru með sex.  Dines Arqe, Sikkerninnguaq, Julian Anike,  Peter Danielsen, Klaus Simonsen,  hinn  sterklega byggði Hans Henrik Arqe aðstöðarlögga bæjarins, Olena Madsen og Abel Simonsen voru öll með fimm. Allir þátttakendur voru kallaðir upp og fengu glæsilega  vinninga, voru myndaðir í bak og fyrir og dregnir voru út tíu happadrættisvinningar. Þátttakendur voru ofsakátir í mótslok en voru súrir yfir að sendinefndin væri á förum. En nú þarf að standa við orðin því við lofuðum að mæta að ári.

Stemningin hefur verið frábær, yngri krakkarnir kíkja við hjá okkur annað veifið og eru komnir klukkutíma fyrir mót að hjálpa til við að bera varninginn í skólann. Í byrjun kölluðu krakkarnir „skak, skak“  þegar við nálguðumst en svo heyrðist alltaf „klokken tre“ því skáklífið hefur farið fram í skólanum um hátíðarnar frá þrjú og staðið yfir í ca fjóra tíma. Knud Eliassen hefur verið mættur manna fyrstur og ekki farið fyrr en allt er klárt í páskafríinu sínu, en hann var orðinn lúinn eftir gærdaginn enda verið að kenna frá 8 um morguninn og rétt náði heim í síðbúinn kvöldmat. Fólkið hér er frábært og þetta eru naglar. Lífið er ekkert létt alltaf, veturinn langur og virkilega harður og hér er ekkert hlaupið í Byko eða Húsasmiðjuna þegar eitthvað klikkar. Ekki hafa allir atvinnu og fólksfækkun hefur verið þónokkur undanfarin ár, farið úr 520 í 460 á fjórum árum. En í okkar augum eru þetta snillingar, ekki síst krakkarnir sem eru langflottastir. Heilbrigðir og bara langflottastir. 

 


rostungur i hádeginu sko

 

Mótid var snilld, fimmtíu og fjórir og gekk ofsa vel. Aqqalu Brönlund hafdi thad en meira um á morgun. Myndir og svona. Jaerus var ad bjóda okkur í rostung í hádeginu á morgun og vid sögdum bara já takk...

Undirbúningur fyrir brottför hafinn.


Heimsókn

hressir í heimsókn

gaman ad fá svona hressa pilta í heimsókn. Komu til ad óska okkur gledilegra páska. Alveg milljón.


fimmtíuogfjórir

 

mia að klifra54 taka nú thátt i páskamóti númer tvö. mótid er nú i fullu blasti og Knud og Sverrir eru sveittir en ég stekk í tölvuna í skólanum. Bilad stud ad venju.

En hér er hún Mia litla, gledigjafinn mikli. Algjörlega eldhress og syngur fyrir okkur og dansar. Tekid í Kap Tobin.

 

Svo eru hérna líka tvö svolítid einmana hús einmitt frá sama stad.

Spád gódu vedri á morgun og væntanlega flug. Thau verda allavega ánægd sem hafa verid vedurteppt hér í viku......

 tvö í kap tobin

 


út um stofugluggann okkar

 

CIMG0002

tekid úr stofunni í gráu hølinni okkar. ekki slæmt og bara bjútíful.


Páskamót Tårnet skakklub

 

CIMG0044Dagurinn í gær var brilliant. Algjört Mæjorkaveður og hátt í sextíu þátttakendur á páskamóti númer eitt, en það síðara er þriðjudagseftirmiðdag.Upphaflega var meiningin að vera með mót fyrir börn og unglinga en allir vildu vera með þannig að 44 tóku þátt í aðalmótinu fyrir yngri en 18 ára og nokkuð færri í hliðarmóti fyrir þá eldri.Tefldar voru sjö umferðir og stjórnaði Knud Eliassen tölvuskráningu og mótshaldi í samstarfi við okkur piltana, Arnar og Sverri.

Eins og við var búist var stuð og fjör en gekk þó allt saman ótrúlega vel fyrir sig.CIMG0013Þátttakendur voru semsagt frá sex ára til sautján og í stóra mótinu var aldurinn 18-32. Í eldri flokki hafði aldursforsetinn Lars Simonsen sigur eftir harða baráttu við Aqqalu Brönlund. Lars var með 9 vinninga af 10 mögulegum og Aqqalu 8.

En bikarinn og gullpenininginn, auk ýmissa gjafa, hlaut hinn fjórtán ára Theodor Napatoq sem hlaut 6 vinninga af sjö. Sex vinninga hlutu einnig þau Julian Anike og Sikkerninnguak Lorentzen, sex krakkar hlutu fimm vinninga, þar á meðal afmælisdrengurinn Karl Napatoq sem veiddi kvöldverð sendiboðanna, en hann varð sautján ára.100_1903b

Kvöldverðarboð var semsagt hjá eðalhjónunum Jaerus og Nicolinu, páskamoskuxi snæddur og heldur betur huggulegur endir á góðum degi. Heyrðum við símleiðis í Paulus, elsta syni þeirra, sem vildi upplýsingar um mótið og sagðist hitta okkur í sumar á leið sinni til Ittoqqortoormiit. Þó hann sé blindur hefði hann örugglega komist á pall í mótinu, drengurinn er snilli.

 


páskadagur i Ittoqqortoormiit

 

vinir óttarsPáskadagurinn var mikill heimsóknardagur. Um morguninn kom vinur okkar Josef Napatoq, sem verður fjórtán ára á föstudaginn. i spjall og þó við höfum verið vinir í þrjú ár, þá var vináttan innsigluð er hann mætti í KA galla í gráu höllina okkar.

Veðrið var ekki slæmt en meiningin hafði verið að skreppa í hundasleðaleiðangur yfir í Kap Tobin og þvi var frestað vegna lélegs skyggnis. Því næst komu þeir félagar, John og Daniel, tíu og átta, til að óska okkur gleðilegra páska og þiggja smá nammiveitingar. Voru þeir þvílíkt uppstrílaðir og flottir og í svakastuði.

Upp úr hádegi fórum við Sverrir til Knud Eliassen og Elnu konu hans til að komast á netið og setja inn greinar á grannan og facebook, kíktum svo í skólann að skoða birgðastöðuna. Kom þá Jaerus Arqe, sem hefur eftirnafnið Arqe þó öll börnin sex hafi eftirnafnið Napatoq eftir móðurfjölskyldunni, á snjósleðanum sínum og bauð okkurí túr yfir í Kap Tobin. Það var heldur betur þegið og svo fór öll hersingin af stað eftir að hafa klætt sig í allskyns galla, flís og ullarpeysur, enda kallt á svona ferðalagi.Karl, næstelsti sonur þeirra hjóna sem er sautján ára i dag, annan í páskum, var að koma úr veiðiferð þar sem hann náði sér i moskuxa og hefur okkur verið boðið í veislu í kvöld.

Paulus Napatoq er að verða nítján og er í blindraskóla í Danmörku en hann er skáksnillingur og við sjáum hann því miður ekki í þessari ferð. Þrátt fyrir að eiga sex börn tóku hjónin  að hana Miu litlu, sem er fimm ára, svona eins og það væri ekkert mál... Mia er snillingur og ótrúlega hress og passar nafnið algjörlega við hana.fjölskyldan við heitu laugar grænlandsEn hersingin lagði af stað, þrjú á sleðanum og sex stykki í sleða í eftirdragi. Þetta var ótrúlega magnað, allir á útkíkki eftir ísbirni en miðað við öll skinnin sem hanga um bæinn og í Kap Tobin þá hafa þeir verið að væflast um sundið að undanförnu. En byssan var með í för að sjálfsögðu, enda Jaerus með varann á í fjölskylduferð. „Þeir eru hættulegir“ segja krakkarnir og við félagar rengjum það ekki, enda skilur maður ekki hvernig er að búa svona innan um hvítabirni bókstaflega.

Í Kap Tobin eru heitar laugar, áttatíu gráðu heitt vatn og skilst okkur að það séu einu heitu laugar Grænlands. Þetta var ótrúleg sjón þar sem ísbreiðan lá yfir að trítla allt í einu á steinum í gufubaði.

Þegar heim var komið héldu ungir gestir áfram að streyma í heimsókn, svona til að tékka á því hvort við yrðum ekki örugglega klárir í mótið á morgun. Allir munu fá vinninga og bikarar og medalíur eru stofustáss í gráu höllinni og allir ætla að reyna við bikarinn. Páskamót Tårnet – Skakklub á mánudegi og Pásamót Hróksins á þriðjudegi. Þetta verður stuð og þó hart sé barist þá er gleðin algjörlega allsráðandi. Þegar maður horfir yfir hópinn og sér brosin á andliti krakkanna þá er maður sannfærður endanlega um að skákvæðingin á Grænlandi, sem hefur verið þorpum austurstrandarinnar, sé algjörlega málið. Fólkið sem býr hér segir að þetta sé algjörlega málið. Krakkarnir spyrja eftir þeim sem hafa verið í för áður, Róberti Lagerman, Stefáni Herberts, Þórði Sveins, Andra Thorstensen, Óla Kolbeini og Írisi og muna nöfnin. Robbi er held ég frægasti útlendingurinn í Ittoqqortoormiit eftir fjölteflin og mótin. Jamm, þetta er sko málið.

og nú er bara ad græja sig í mótid....

 


Tafl

 

 arnar og sussie

Susse Josefsen er snilli. Hun er sex og hefur biladan áhuga á skák. med henni á myndinni eru Arnar Valgeirsson, Sivert, John og Mia. Bilad gaman í skákinni....

 


Næsta síða »

Leiðangursmenn

,,Við erum ein fjölskylda"
,,Við erum ein fjölskylda"

Fréttir af landnámi skákarinnar og starfi Hróksins og Kalak á Grænlandi.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband