Leita í fréttum mbl.is

Napatoq

josef að tafli

Hér til hægri er Josef Napatoq, hinn góði vinur okkar og sonur Jaerus og Nicolinu sem buðu okkur í snjósleðaferð, sauðnaut og rostung. Þau eiga sex börn í skákinni, þau Paulus sem er í Danmörku eins og er, Karl, Emilíu, Josef, Leu og Dorte eða Dodda.... svo tóku þau að sér gleðigjafann Míu. Josef skartaði þessum glæsilega KA galla við mikla hrifningu mína en þegar Sverrir sá ánægjusvipinn þá ákvað hann að koma með haug af ÍBV göllum á krakkana næst. Hann ætlar nefnilega með næst og er strax farinn að plana ferðina. Allavega í huganum.

Josef á afmæli á morgun, föstudaginn 9. apríl og verður 15 ára. Hann fékk líka afmælisgjöf þegar við fórum og varð glaður en ótrúlega svekktur yfir því að komast ekki á þyrlupallinn að kveðja því skólinn er byrjaður. Það stoppaði þó ekki alla því nokkur ungmenni trilluðu upp á hólinn í ófæru til að veifa bæbæ.

Við þökkum þeim sem gáfu vinninga á mótin sem svo sannarlega fóru á góðan stað og glöddu ung hjörtu. Eymundsson, Actavis, Sandholt, Arionbanki, Bónus og Jói gullsmiður í Eyjum; hjartans þakkir. Flugfélag Íslands hefur reynst Hróknum afar vel undanfarin ár og bestu þakkir til allra þar.

Sverrir hoppaði beint upp í vél til Eyja er lent var í Reykjavík. Hann er væntanlega farinn að græja næstu ferð. Þegar yfir 60 krakkar mæta í skólann í páskafríinu sínu (frá skólanum...) til þess að tefla, og um 80 eru í skólanum yfirleitt, þá er verið að gera eitthvað rétt. Og verður sko áframhaldið.

Arnar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Leiðangursmenn

,,Við erum ein fjölskylda"
,,Við erum ein fjölskylda"

Fréttir af landnámi skákarinnar og starfi Hróksins og Kalak á Grænlandi.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband