Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010

þvílíkt fjör í grunnskólanum

 

Á föstudaginn langa buðu leiðangursmenn til matarveislu í gráu höllinni sinni. Knud Eliassen, aðalhjálparhella og Elna kona hans komu ásamt Jaerus sem á sjö börn í skákinni þar sem fremstur í flokki hefur farið undanfarin ár hann Paulus Napatoq. Sá piltur er blindur en náði ótrúlegum árangri á stuttum tíma og vann td 60 manna mót hér í skólanum ári eftir að hann lærði mannganginn. Paulus er nú staddur í Danmörku þar sem hann gengur í skóla. Nicoline kona Jaerusar var í vinnu svo dóttir hans hún Doddi kom með í veisluna. Doddi er besti vinur Dodda eða Þórðar Sveinssonar, eðallögmannsins sem var með í för 2008.borð fimmGærdagurinn var frábær. Þrátt fyrir leiðindaveður sem gerði einhverja túrista að strandaglópum í bænum, þá brutust yfir 40 ungmenni í skólann til að tefla. Eftir hálfíma kennslu þá var hópnum skilpt í 7-8 manna aldursskipta hópa og sett upp mót. Einn leiðtogi var í hverri grúppu sem sá um að skrá inn úrslit sem gekk ótrúlega vel miðað við að þetta höfðu krakkarnir ekki lært. Voru þau frá sex ára og elsti hópurinn var 18 ára til þrítugs.Ekki var dauður punktur í þessa klukkutíma sem skákin stóð yfir enda hart barist og sigrum fagnað með dansi. Gaman er lika að sjá hve margir krakkar eru orðin býsna flink og tefla þónokkuð heimavið, ekki síst þær vinkonur  Pauline Anike og Sikkerninnguaq Lorentsen sem báðar unnu sína flokka og héldu utan um skráningu. Sverrir er reyndar alveg gáttaður á nokkrum talentum hér og fullyrðir að þau myndu ná langt ef þau fengju reglulega kennslu.sigurvegararAllir þátttakendur fengu glaðninga frá Actavis og Eymundsson og sigurvegararnir páskaegg frá Bónus. Ekki verður teflt í dag í skólanum á páskadag sem er haldinn heilagur en þeim mun harðar tekið á því mánudag og þriðjudag með tveimur mótum. Ellefu kassar með vinningum voru sendir á undan  sendiboðum Hróksins og spenningur í krökkunum. Gaman er að sjá að foreldrar eru farnir að kíkja mikið við í skólann að fylgjast með og fólk er mjög hafmingjusamt með framtak Hróksins sem sendir leiðangur nú fjórðu paskana í röð. Þykir fólki mikið til koma að eitthvað skuli sett á fót sem er viðhaldið því satt að segja er ekki mikið um að vera hér fyrir krakkana. En þau er sko æst í skák...

 


Glaður eyjapeyji

 

sverrir sleðiAð vakna á Páskadagsmorgni í Ittoqqortoormiit er alveg stórkostlegt.  Líta út um gluggann og sjá þjóðfánann blakta við hún og neðar í götunni  má sjá bjarndýraskinn strekkt á grind. Við félagarnir höfum nefnt hann til heiðurs fyrrverandi  forseta Skáksambandsins. Litadýrð húsanna magnast upp í snævi þöktu umhverfinu og regluleg má heyra spangól sleðahundanna, sem skipta hundruðum í þessu afskekktasta þorpi Grænlands. Ótrúleg reynsla fyrir okkur venjulegu Íslendingana .Okkur er allsstaðar tekið vel og þegar við erum á ferðinni koma alltaf nokkrir krakkar til að spyrjast fyrir um hvenær verði teflt næst. Þegar við mætum í skólann er kominn biðröð fyrir utan og allir vilja vera fyrstir inn til að hefja baráttuna á reitunum 64. Þetta verkefni hefur gríðarlega gott orð af sér hér á staðnum og vonandi verður hægt að halda þessu áfram á komandi árum.granni húsVið Arnar erum nú búnir að vera hér í 4 daga og haft næg verkefni við kennslu og mótahald. Gleðin skín úr augum krakkanna og alveg ótrúlega margir sem eru frambærilegir í skáklistinni, miðað við hversu litla kennslu þau hafa haft. Í gær komu hátt í 50 manns í skólann, þó að veðrið hafi verið með versta móti. Nokkrir innan hópsins fengu það hlutverk að stjórna litlum mótum og reyndist það virkilega vel.  Reynsla sem á eftir að koma sér vel.Tvö stærstu mótin eru eftir  á morgun og þriðjudag. Þá má búast við miklum fjölda og verða allir leystir út með gjöfum og sigurvegararnir fá bikara og verðlaunapeninga.

Sverrir Unnarsson


Kap Tobin

knud kap tobin

Knud Eliassen, kennari og formaður Tårnet, tók þessa nýlega í Kap Tobin. Ittoqqortoormiit við Scoresbysundið í baksýn. Scoresbysund er breiðasta sund í heimi, 80 km, takk fyrir..


sextíu barna áskorendaflokkur

Sverrir Unnarsson, sem í eina viku ber titilinn stórmeistari, tefldi fjöltefli við sextíu ungmenni í grunnskólanum í Ittoqqortoormiit, hinum magnaða bæ við Scoresbysund á austur Grænlandi  í dag.

Veðurblíðan hefur verið einstök, hitinn aðeins um mínus tíu gráður þó frostið hafi reyndar farið í 27 stig sl. nót!granni john með jafntefli

Krakkarnir eru óðir í að tefla, bíða í ofvæni eftir að skólinn opni í páskafríinu og heimsækja leiðangursmenn til að taka eina bröndótta.

 

Heimamenn eru afar ánægðir með framtak Hróksins sem sendir nú sendinefnd í fjórða sinn í röð yfir páskana og þegar hefur þeim verið boðið í kaffi og moskuxaveisla verður eftir helgina. Skinn af moskuxum, selum og bjarndýrum prýða útveggi húsa um allan bæ þar sem þau hanga til þerris og stemningin er aldeilis fín.

 Annars fengu Sverrir og Arnar úthlutað eldra og virðulegu húsi í eigu skólans, til að hafa yfir hátíðarnar. Það er snilldarbústaður og fer vel um piltana.Á laugardag verður haldin fjögurra tíma skákveisla og tvö mót verða haldin í samstarfi við Knud Eliassen, kennara í grunnskólanum og formann Tårnet, eða Hróksins, skákfélagsins sem stofnað hefur verið í bænum, strax eftir helgi. Allir þátttakendur munu fá vinninga, það er deginum ljósara þar sem fyrirtæki sem getið hefur verið í fyrri færslum, voru rausnargranni húsið okkarleg í garð barna í hinu einangraða Ittoqqortoormiit.

Þess má geta að Sverrir sá sig tilneyddan til að bjóða fimm ungmennum á aldrinum 8-22 ára jafntefli, þar sem þau stóðu heldur betur í meistaranum. Voru þau fljót að handsala samningnum, enda páskaegg í boði fyrir þau sem ekki töpuðu.


« Fyrri síða

Leiðangursmenn

,,Við erum ein fjölskylda"
,,Við erum ein fjölskylda"

Fréttir af landnámi skákarinnar og starfi Hróksins og Kalak á Grænlandi.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband