Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010
4.4.2010 | 15:12
þvílíkt fjör í grunnskólanum
Á föstudaginn langa buðu leiðangursmenn til matarveislu í gráu höllinni sinni. Knud Eliassen, aðalhjálparhella og Elna kona hans komu ásamt Jaerus sem á sjö börn í skákinni þar sem fremstur í flokki hefur farið undanfarin ár hann Paulus Napatoq. Sá piltur er blindur en náði ótrúlegum árangri á stuttum tíma og vann td 60 manna mót hér í skólanum ári eftir að hann lærði mannganginn. Paulus er nú staddur í Danmörku þar sem hann gengur í skóla. Nicoline kona Jaerusar var í vinnu svo dóttir hans hún Doddi kom með í veisluna. Doddi er besti vinur Dodda eða Þórðar Sveinssonar, eðallögmannsins sem var með í för 2008.


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.4.2010 | 15:02
Glaður eyjapeyji


Sverrir Unnarsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.4.2010 | 14:54
Kap Tobin
Knud Eliassen, kennari og formaður Tårnet, tók þessa nýlega í Kap Tobin. Ittoqqortoormiit við Scoresbysundið í baksýn. Scoresbysund er breiðasta sund í heimi, 80 km, takk fyrir..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2010 | 11:31
sextíu barna áskorendaflokkur
Sverrir Unnarsson, sem í eina viku ber titilinn stórmeistari, tefldi fjöltefli við sextíu ungmenni í grunnskólanum í Ittoqqortoormiit, hinum magnaða bæ við Scoresbysund á austur Grænlandi í dag.
Veðurblíðan hefur verið einstök, hitinn aðeins um mínus tíu gráður þó frostið hafi reyndar farið í 27 stig sl. nót!
Krakkarnir eru óðir í að tefla, bíða í ofvæni eftir að skólinn opni í páskafríinu og heimsækja leiðangursmenn til að taka eina bröndótta.
Heimamenn eru afar ánægðir með framtak Hróksins sem sendir nú sendinefnd í fjórða sinn í röð yfir páskana og þegar hefur þeim verið boðið í kaffi og moskuxaveisla verður eftir helgina. Skinn af moskuxum, selum og bjarndýrum prýða útveggi húsa um allan bæ þar sem þau hanga til þerris og stemningin er aldeilis fín.
Annars fengu Sverrir og Arnar úthlutað eldra og virðulegu húsi í eigu skólans, til að hafa yfir hátíðarnar. Það er snilldarbústaður og fer vel um piltana.Á laugardag verður haldin fjögurra tíma skákveisla og tvö mót verða haldin í samstarfi við Knud Eliassen, kennara í grunnskólanum og formann Tårnet, eða Hróksins, skákfélagsins sem stofnað hefur verið í bænum, strax eftir helgi. Allir þátttakendur munu fá vinninga, það er deginum ljósara þar sem fyrirtæki sem getið hefur verið í fyrri færslum, voru rausnarleg í garð barna í hinu einangraða Ittoqqortoormiit.
Þess má geta að Sverrir sá sig tilneyddan til að bjóða fimm ungmennum á aldrinum 8-22 ára jafntefli, þar sem þau stóðu heldur betur í meistaranum. Voru þau fljót að handsala samningnum, enda páskaegg í boði fyrir þau sem ekki töpuðu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Spurt er
Tenglar
Grænlandsvinir
- Kalak Vinafélag Íslands og Grænlands
- Flugfélag Íslands Taktu flugið
- Penninn Styður starf Hróksins og félaga á Grænlandi!
- Íslenskt grænmeti Styður starf Hróksins og félaga á Grænlandi
- Henson Laaangflottastur!
- Bónus
- Cintamani Flottar flíkur í fimbulkulda
- Sögur útgáfa
- Actavis Hagur í heilsu
- Ísspor Verðlaunagripir
- Atlantsolía
- Fjallið Hvíta
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar