Leita í fréttum mbl.is

sextíu barna áskorendaflokkur

Sverrir Unnarsson, sem í eina viku ber titilinn stórmeistari, tefldi fjöltefli við sextíu ungmenni í grunnskólanum í Ittoqqortoormiit, hinum magnaða bæ við Scoresbysund á austur Grænlandi  í dag.

Veðurblíðan hefur verið einstök, hitinn aðeins um mínus tíu gráður þó frostið hafi reyndar farið í 27 stig sl. nót!granni john með jafntefli

Krakkarnir eru óðir í að tefla, bíða í ofvæni eftir að skólinn opni í páskafríinu og heimsækja leiðangursmenn til að taka eina bröndótta.

 

Heimamenn eru afar ánægðir með framtak Hróksins sem sendir nú sendinefnd í fjórða sinn í röð yfir páskana og þegar hefur þeim verið boðið í kaffi og moskuxaveisla verður eftir helgina. Skinn af moskuxum, selum og bjarndýrum prýða útveggi húsa um allan bæ þar sem þau hanga til þerris og stemningin er aldeilis fín.

 Annars fengu Sverrir og Arnar úthlutað eldra og virðulegu húsi í eigu skólans, til að hafa yfir hátíðarnar. Það er snilldarbústaður og fer vel um piltana.Á laugardag verður haldin fjögurra tíma skákveisla og tvö mót verða haldin í samstarfi við Knud Eliassen, kennara í grunnskólanum og formann Tårnet, eða Hróksins, skákfélagsins sem stofnað hefur verið í bænum, strax eftir helgi. Allir þátttakendur munu fá vinninga, það er deginum ljósara þar sem fyrirtæki sem getið hefur verið í fyrri færslum, voru rausnargranni húsið okkarleg í garð barna í hinu einangraða Ittoqqortoormiit.

Þess má geta að Sverrir sá sig tilneyddan til að bjóða fimm ungmennum á aldrinum 8-22 ára jafntefli, þar sem þau stóðu heldur betur í meistaranum. Voru þau fljót að handsala samningnum, enda páskaegg í boði fyrir þau sem ekki töpuðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Leiðangursmenn

,,Við erum ein fjölskylda"
,,Við erum ein fjölskylda"

Fréttir af landnámi skákarinnar og starfi Hróksins og Kalak á Grænlandi.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband