Leita í fréttum mbl.is

Glaður eyjapeyji

 

sverrir sleðiAð vakna á Páskadagsmorgni í Ittoqqortoormiit er alveg stórkostlegt.  Líta út um gluggann og sjá þjóðfánann blakta við hún og neðar í götunni  má sjá bjarndýraskinn strekkt á grind. Við félagarnir höfum nefnt hann til heiðurs fyrrverandi  forseta Skáksambandsins. Litadýrð húsanna magnast upp í snævi þöktu umhverfinu og regluleg má heyra spangól sleðahundanna, sem skipta hundruðum í þessu afskekktasta þorpi Grænlands. Ótrúleg reynsla fyrir okkur venjulegu Íslendingana .Okkur er allsstaðar tekið vel og þegar við erum á ferðinni koma alltaf nokkrir krakkar til að spyrjast fyrir um hvenær verði teflt næst. Þegar við mætum í skólann er kominn biðröð fyrir utan og allir vilja vera fyrstir inn til að hefja baráttuna á reitunum 64. Þetta verkefni hefur gríðarlega gott orð af sér hér á staðnum og vonandi verður hægt að halda þessu áfram á komandi árum.granni húsVið Arnar erum nú búnir að vera hér í 4 daga og haft næg verkefni við kennslu og mótahald. Gleðin skín úr augum krakkanna og alveg ótrúlega margir sem eru frambærilegir í skáklistinni, miðað við hversu litla kennslu þau hafa haft. Í gær komu hátt í 50 manns í skólann, þó að veðrið hafi verið með versta móti. Nokkrir innan hópsins fengu það hlutverk að stjórna litlum mótum og reyndist það virkilega vel.  Reynsla sem á eftir að koma sér vel.Tvö stærstu mótin eru eftir  á morgun og þriðjudag. Þá má búast við miklum fjölda og verða allir leystir út með gjöfum og sigurvegararnir fá bikara og verðlaunapeninga.

Sverrir Unnarsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Leiðangursmenn

,,Við erum ein fjölskylda"
,,Við erum ein fjölskylda"

Fréttir af landnámi skákarinnar og starfi Hróksins og Kalak á Grænlandi.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband