Leita í fréttum mbl.is

Páskamót Tårnet skakklub

 

CIMG0044Dagurinn í gær var brilliant. Algjört Mæjorkaveður og hátt í sextíu þátttakendur á páskamóti númer eitt, en það síðara er þriðjudagseftirmiðdag.Upphaflega var meiningin að vera með mót fyrir börn og unglinga en allir vildu vera með þannig að 44 tóku þátt í aðalmótinu fyrir yngri en 18 ára og nokkuð færri í hliðarmóti fyrir þá eldri.Tefldar voru sjö umferðir og stjórnaði Knud Eliassen tölvuskráningu og mótshaldi í samstarfi við okkur piltana, Arnar og Sverri.

Eins og við var búist var stuð og fjör en gekk þó allt saman ótrúlega vel fyrir sig.CIMG0013Þátttakendur voru semsagt frá sex ára til sautján og í stóra mótinu var aldurinn 18-32. Í eldri flokki hafði aldursforsetinn Lars Simonsen sigur eftir harða baráttu við Aqqalu Brönlund. Lars var með 9 vinninga af 10 mögulegum og Aqqalu 8.

En bikarinn og gullpenininginn, auk ýmissa gjafa, hlaut hinn fjórtán ára Theodor Napatoq sem hlaut 6 vinninga af sjö. Sex vinninga hlutu einnig þau Julian Anike og Sikkerninnguak Lorentzen, sex krakkar hlutu fimm vinninga, þar á meðal afmælisdrengurinn Karl Napatoq sem veiddi kvöldverð sendiboðanna, en hann varð sautján ára.100_1903b

Kvöldverðarboð var semsagt hjá eðalhjónunum Jaerus og Nicolinu, páskamoskuxi snæddur og heldur betur huggulegur endir á góðum degi. Heyrðum við símleiðis í Paulus, elsta syni þeirra, sem vildi upplýsingar um mótið og sagðist hitta okkur í sumar á leið sinni til Ittoqqortoormiit. Þó hann sé blindur hefði hann örugglega komist á pall í mótinu, drengurinn er snilli.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Leiðangursmenn

,,Við erum ein fjölskylda"
,,Við erum ein fjölskylda"

Fréttir af landnámi skákarinnar og starfi Hróksins og Kalak á Grænlandi.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband