Leita í fréttum mbl.is

Föstudagurinn langi

cimg0669.jpgAð sjálfsögðu var farið í grænlenska messu i tilefni föstudagsins langa. Hoppað snemma á fætur enda dagurinn langur! Helmingur leiðangursmanna trítlaði í kirkjuna að hlusta á djákna bæjarins fara með guðsorð og þó ekki hafi allt síast inn var þetta ósköp falleg stund.

cimg0683.jpgJessussi, Kristussi, Maria og Amen var nú eiginlega það sem  komst í gegn en það var gott að hefja daginn á friðarstund og vera svo klár í 60 manna stórmót síðdegis.

 

Páskaeggjamótið var magnað og gaman að því að hjálparhellan og snillingurinn hún Sikkerninnguaq cimg0845.jpgLorentzen skyldi vinna í yngri flokki. Hún átti það svo sannarlega skilið og ekki leiðinlegt að sjá þrjár stelpur í þremur efstu.

 

cimg0797.jpgLars Simonsen vann eldri flokkin örugglega, enda sennilega besti skákmaður bæjarins. Í eldri flokki vann Lars eina mótið sem hann tók þátt í, Paulus Napatoq vann tvö og Emil Arqe eitt.


Bloggfærslur 13. apríl 2012

Leiðangursmenn

,,Við erum ein fjölskylda"
,,Við erum ein fjölskylda"

Fréttir af landnámi skákarinnar og starfi Hróksins og Kalak á Grænlandi.

Færsluflokkar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband