Leita í fréttum mbl.is

Aqqalu Brönlund tók páskamót númer tvö

 

sverrir og charlie 2Við piltarnir tókum því rólega um morguninn en kíktum  „down town“ upp úr hádegi bara til að komast að því að búðin var lokuð frá hádegi til tvö. Litum svo við hjá Martin og Karinu í Nanu travel, sem eru miklir öðlingar. Karina lætur sig félagsmálin miklu varða og er farin að hugsa um leiðir til að hjálpa Hróknum við fjármögnun ferða næstu ára, því hún vill að þetta verði jafn sjálfgefið og páskarnir sjálfir. Við fengum aðeins lánaðan hann Charlie, helmassaðan sleðahund sem var svo sterkur að það var sko ekki nóg að hafa hundaól á hann heldur almennilega keðju. Trilluðum með hann aðeins upp í fjallsrætur.

En skólinn var hafinn eftir páskafrí og fimmtíu og fjorir skráðu sig til leiks í mótið sem hófst um hálf fjögur. Það er ekki slæmt miðað við að nemendur eru tæplega 80. Tefldar voru sjö umferðir með  fimm mínútna umhugsunartíma og allt gekk eins og í sögu. Krakkarnir kunna orðið á þetta, tilkynna úrslit og eru tilbúin við skjávarpann þegar röðun næstu umferðar er og fljót að koma sér fyrir við merkt borðin.sikkerninnguaq Lorentzen, verðlaun besta stelpanLengst af leit út fyrir harða baráttu þeirra Aqqalu Brönlund og hennar Sikkerninnguaq Lorentzen, sem er efnilegasta stúlkan. Hún hinsvegar tapaði tveimur síðustu, fyrir þeim Aqqalu og Leo Brönlund, eftir að hafa verið komin með fimm af fimm. Lenti hún þar með í fimmta sæti en fékk þó sérstök verðlaun fyrir að vera efsta stúlkan. Sikkerninnguaq hefur þó oftar en ekki komist á pall síðan hún lærði mannganginn um páskana 2007.

 

Aqqaluq Brönlund sigurvegarAqqalu vann allar, Seth Pike kom á óvart og krækti í silfrið og Leo Brönlund varð þriðji en þeir voru með sex.  Dines Arqe, Sikkerninnguaq, Julian Anike,  Peter Danielsen, Klaus Simonsen,  hinn  sterklega byggði Hans Henrik Arqe aðstöðarlögga bæjarins, Olena Madsen og Abel Simonsen voru öll með fimm. Allir þátttakendur voru kallaðir upp og fengu glæsilega  vinninga, voru myndaðir í bak og fyrir og dregnir voru út tíu happadrættisvinningar. Þátttakendur voru ofsakátir í mótslok en voru súrir yfir að sendinefndin væri á förum. En nú þarf að standa við orðin því við lofuðum að mæta að ári.

Stemningin hefur verið frábær, yngri krakkarnir kíkja við hjá okkur annað veifið og eru komnir klukkutíma fyrir mót að hjálpa til við að bera varninginn í skólann. Í byrjun kölluðu krakkarnir „skak, skak“  þegar við nálguðumst en svo heyrðist alltaf „klokken tre“ því skáklífið hefur farið fram í skólanum um hátíðarnar frá þrjú og staðið yfir í ca fjóra tíma. Knud Eliassen hefur verið mættur manna fyrstur og ekki farið fyrr en allt er klárt í páskafríinu sínu, en hann var orðinn lúinn eftir gærdaginn enda verið að kenna frá 8 um morguninn og rétt náði heim í síðbúinn kvöldmat. Fólkið hér er frábært og þetta eru naglar. Lífið er ekkert létt alltaf, veturinn langur og virkilega harður og hér er ekkert hlaupið í Byko eða Húsasmiðjuna þegar eitthvað klikkar. Ekki hafa allir atvinnu og fólksfækkun hefur verið þónokkur undanfarin ár, farið úr 520 í 460 á fjórum árum. En í okkar augum eru þetta snillingar, ekki síst krakkarnir sem eru langflottastir. Heilbrigðir og bara langflottastir. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Leiðangursmenn

,,Við erum ein fjölskylda"
,,Við erum ein fjölskylda"

Fréttir af landnámi skákarinnar og starfi Hróksins og Kalak á Grænlandi.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband