29.9.2010 | 21:55
Forsetinn og ferðalög á dagskrá
Það var mikið um að vera hjá krökkunum í kvöld. Haraldur Davíðsson skellti kjötsúpu fyrir allt gengið og rúmlega það því það voru gestir. Fær hann þakkir sem og Embla Dís sem lagaði dýrindis kvöldverð á mánudaginn.
Teknar voru myndir - sem birtast síðar - af liðinu með buff á höfði sem Actavis gaf krökkunum, auk þess að styrkja Kalak til að gera eitthvað skemmtilegt með þeim, og svo bárust þeim gjafir frá Flugfélagi Íslands, bolir, húfur o.fl. en Flugfélagið hefur komið vel til móts við Grænlandsverkefni Hróksins og komu sundkrakkanna undanfarin ár og gert þetta allt saman kleift.
Teflt var á öllum þremur skákborðum sem á gistiheimilinu eru fram eftir kvöldi og á morgun er heimsókn á Bessastaði og á föstudaginn verður farið í hressandi ferðalag um hinn gullna hring. Það er ekki oft sem hægt er að fara í rútuferðalag þegar maður býr í landi þar sem engir vegir eru fyrir utan litla bæinn manns.
En skólalífið heldur áfram, með samvinnu íslenskra og grænlenskra barna, og tilheyrandi sundferðum.
Færsluflokkar
Spurt er
Tenglar
Grænlandsvinir
- Kalak Vinafélag Íslands og Grænlands
- Flugfélag Íslands Taktu flugið
- Penninn Styður starf Hróksins og félaga á Grænlandi!
- Íslenskt grænmeti Styður starf Hróksins og félaga á Grænlandi
- Henson Laaangflottastur!
- Bónus
- Cintamani Flottar flíkur í fimbulkulda
- Sögur útgáfa
- Actavis Hagur í heilsu
- Ísspor Verðlaunagripir
- Atlantsolía
- Fjallið Hvíta
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.