16.4.2011 | 16:53
Góð þátttaka í laugardagsmótinu
Stóra laugardagsmótinu var rétt í þessu að ljúka og hefur verið góð stemmning í skólanum í dag. Allir þátttakendur fengu verðlaun og sigurvegarar í hverjum flokki fengu bikara og medalíur.
Í yngri flokki, 17 ára og yngri, tóku 40 krakkar þátt. Sikkersoq Pike nældi sér í fyrsta sætið og í öðru til þriðja sæti voru þeir Angunnguaq Pike og Leo Brönlund. Paulina Anilee náði besta árangrinum af stelpunum og var hún sérstaklega verðlaunuð fyrir það.
Það er gaman að sjá hvað aldursbil þátttakenda er breitt og í flokki 18 ára og eldri kepptu sjö í dag. Hin sænska Aasa Andersen krækti í fyrsta sætið, í öðru sæti var Isayas Arqe og í þriðja sæti var Aqqalu Brönlund.
Þegar verðlaunaafhendingu var lokið var slegið upp happdrætti og krökkunum leiddist ekki að fá boli, geisladiska, leikfangabíla og alls konar fleiri vinninga sem styrktaraðilar okkar hafa útvegað.
Í kvöld halda hin fjögur fræknu matarboð í gráu höllinni og á morgun verður tekinn frídagur. Vonandi verður þá hægt að fara á sleðum til Kap Topin, en þar hafast veiðimennirnir við.
Færsluflokkar
Spurt er
Tenglar
Grænlandsvinir
- Kalak Vinafélag Íslands og Grænlands
- Flugfélag Íslands Taktu flugið
- Penninn Styður starf Hróksins og félaga á Grænlandi!
- Íslenskt grænmeti Styður starf Hróksins og félaga á Grænlandi
- Henson Laaangflottastur!
- Bónus
- Cintamani Flottar flíkur í fimbulkulda
- Sögur útgáfa
- Actavis Hagur í heilsu
- Ísspor Verðlaunagripir
- Atlantsolía
- Fjallið Hvíta
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Aldeilis að vel gengur. Vonandi hafið þið komist til Kap Tobin, það er svo flottur staður.
Bestu kveðjur í Gráu höllina!
Andri Thorstensen (IP-tala skráð) 17.4.2011 kl. 17:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.