15.3.2012 | 16:24
Fjármálin leyst
Það er alltaf svolítið ævintýri þegar farið er af stað með ferð eins og þá sem farin verður nú þann 31. mars uppeftir að Ittoqqortoormiit. Sótt hefur verið um styrki en þær umsóknir eru ekki teknar fyrir fyrr en í febrúar, jafnvel mars. Þá þarf að vera búið að greiða fyrir flug, þyrlu og annað þannig að ferðalangar krossa bara fingur og vona að fá jákvæð svör.
Þau fengust núna i vikunni, Kúltur og fritidsråd Sermersooq bæjarfélagsins styrkir Hrókinn veglega og Nuna fonden leggur til fjármagn þannig að útlitið er bjart. Hrókurinn og Kalak eru auðvitað afar þakklát fyrir þessa fjárstyrki sem gera það að verkum að leiðangursmenn þurfa ekki að greiða með sér. Þó allir séu áhugasamir um að heimsækja þetta glæsilega þorp þá verður stanslaus skák og töluverð vinna, mikill undirbúningur og þarf að taka frí og annað slíkt.
Frá því að Ísland lagðist aðeins á hliðina fyrir fjórum árum hefur verið erfiðara að fá fjárstyrki en hinsvegar hafa mörg fyrirtæki tekið afar jákvætt í að hjálpa til með vinninga handa krökkunum og létta heldur betur undir með ferðalöngum.
Ísspor við Síðumúla gefur bikara og verðlaunapeninga á öll mótin. Penninn/Eymundsson hefur gefið allskyns spil og pússl, Atlantsolía gefur boli og derhúfur, Sölufélag garðyrkjumanna sendir grænmeti með skáktrúboðunum og Bónus gefur öllum börnum grunnskólans páskaegg. Þau slá svo sannarlega í gegn. Þá hefur Flugfélag Íslands komið veglega til móts við Hrókinn öll þau ár sem skákvæðing Grænlands hefur staðið yfir.
Ef ekki væri fyrir velvilja fyrirtækjanna yrðu mótin fátæklegri og gaman að geta haldið uppteknum hætti með að allir þátttakendur fái vinning. Það eru allir sigurvegarar og enginn sem tapar, sama hve mikið hann kann eða hve gamall er. Stelpur og strákar tefla í sama mæli og stelpurnar eru engir eftirbátar drengjanna.
Íbúar Ittoqqortoormiit við Scoresbysund treysta á að liðsmenn Hróksins komi á hverju vori og þakklæti er sýnt með matarboðum og aðstoð við hvað sem er. Ein móðirin hafði samband og sagði að ung dóttir sín tefldi nú öllum stundum við frændur og frænkur. Undirbúningur vegna skákhátíðar semsagt löngu hafinn! Hún sagðist svo þakklát fyrir hvað gert hefði verið fyrir dóttur hennar og börnin í þorpinu undanfarin ár að hún vildi bjóða leiðangursmönnum í kvöldmat.
Matarboðin eru ævinlega mögnuð og aldrei að vita hvað verður boðið upp á. Oft er það moskuxi eða sauðnaut sem er kóngafæði. Stundum selur eða rostungur, jafnvel hvalshúð eða ísbjarnarkjöt.
Hugsanlega þó svínabógur eða kjúklingur en það er ekkert spennandi þegar ofantalið er komið í umræðuna.
Krakkarnir fá þó páskaegg. Það er miklu meira spennandi en ísbjarnarkjöt í karrý þegar maður er barn á 70° norðlægrar breiddar.
Færsluflokkar
Spurt er
Tenglar
Grænlandsvinir
- Kalak Vinafélag Íslands og Grænlands
- Flugfélag Íslands Taktu flugið
- Penninn Styður starf Hróksins og félaga á Grænlandi!
- Íslenskt grænmeti Styður starf Hróksins og félaga á Grænlandi
- Henson Laaangflottastur!
- Bónus
- Cintamani Flottar flíkur í fimbulkulda
- Sögur útgáfa
- Actavis Hagur í heilsu
- Ísspor Verðlaunagripir
- Atlantsolía
- Fjallið Hvíta
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.