29.3.2012 | 15:19
Kalli, Bjössi og piltarnir
Karl Napatoq er hér að skera sel handa hundum sínum sem fylgjast spenntir með.
Karl hefur farið með leiðangursfólk í hundasleðaferðir, bræður hans líka. Karl er átján ára og hefur verið veiðimaður i tvö ár, veitt moskuxa eða sauðnaut, auðvitað seli og í það minnsta einn ísbjörn. Karl er sonur hjónanna Jaerusar og Nikoline, sem eiga sjö börn og öll eru þau með í skákinni þegar skáktrúboðarnir koma.
Martin sem lengi bjó í Scoresbysundi ásamt Karinu sinni og börnunum Freyju og Storm, er fluttur með fjölskyldu á Svalbarða. Þar er alls ekki hlýrra en á austur Grænlandi, en þau tóku þar við hundabúi. 100 hundar og strax komu 15 hvolpar.
Martin tók þessa mynd í fyrra þegar birna og húnar voru að leika sér við fjöruborðið. Dauðlangaði í bæinn en hundarnir vildu ekki hleypa þeim alla leið. Sem betur fer...
Þessir dúddar voru þvílíkt hressir í fjölteflinu. Þeir verða eflaust ekki minna hressir í ár, og væntanlega orðnir miklu betri líka. En þegar hátt í 20% bæjarbúa eru að taka þátt í mótum, sem verða nær daglega á næstunni, þá er ekki hægt að klaga. Sérstaklega ekki þegar nær öll yngri kynslóðin er í skólanum í fríinu sínu. Að tefla.
Færsluflokkar
Spurt er
Tenglar
Grænlandsvinir
- Kalak Vinafélag Íslands og Grænlands
- Flugfélag Íslands Taktu flugið
- Penninn Styður starf Hróksins og félaga á Grænlandi!
- Íslenskt grænmeti Styður starf Hróksins og félaga á Grænlandi
- Henson Laaangflottastur!
- Bónus
- Cintamani Flottar flíkur í fimbulkulda
- Sögur útgáfa
- Actavis Hagur í heilsu
- Ísspor Verðlaunagripir
- Atlantsolía
- Fjallið Hvíta
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.