Leita í fréttum mbl.is

Páskar 2013 í Ittoqqortoormiit

 10

 Á miđvikudaginn halda fjórir leiđangursmenn á vegum Kalaks, vinafélags Grćnlands og Íslands, og Hróksins til Ittoqqortoormiit viđ Scoresbysund. 

Yfir páskana verđur ţar haldin skákhátíđ og búast má viđ ađ öll ţau nćr hundrađ börn sem í grunnskólanum eru muni flykkjast í skólann sinn í páskafríinu, enda er ekki mikiđ um ađ vera í einu afskekktasta ţorpi á norđurslóđum. Ţarna á 70° breiddar búa um 460 manns og eru um 900 km í nćsta ţorp, sem er Kulusuk í suđri. Talsvert styttra er til Íslands.

Frá árinu 2007 hefur leiđangur veriđ sendur á ţessar slóđir og hefur skákin slegiđ eftirminnilega í gegna hjá börnunum í Itto. Knud Eliassen, skólastjóri, hefur prentađ út dagskrá páskahelgarinnar fyrir skólabörnin svo nú geta allir planađ fríiđ út í ystu ćsar.

sermersooq_1147218.pngSermersooq kommune styrkir leiđangurinn  međ ferđastyrk og Norlandair á Akureyri kemur veglega til móts viđ skáktrúbođana sem hvarvetna njóta mikillar velvildar.

Bónus gefur öllum grunnskólabörnunum páskaegg á páskaeggjamótinu og Actavis, Penninn, Stilling ehf, Sögur-útgáfa, 66°norđur, Nói-Síríus og Arion banki gefa vinninga en öll börnin fá vinninga í öllum mótunum. Ţađ eru klárlega allir sigurvegarar og áskorunin mun efla ţessa mögnuđu krakka.

Ísspor gefur alla bikara og verđlaunapeninga sem fyrr og Sölufélag garđyrkjumanna nestar piltana hressilega upp.

Róbert Lagerman, Hrafn Jökulsson, Jón Birgir Einarsson og leiđangursstjórinn Arnar Valgeirsson, allir međ reynslu af skákstarfinu á Grćnlandi, munu halda í ţessa ćvintýraferđ.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Leiðangursmenn

,,Við erum ein fjölskylda"
,,Við erum ein fjölskylda"

Fréttir af landnámi skákarinnar og starfi Hróksins og Kalak á Grænlandi.

Fćrsluflokkar

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband