Leita í fréttum mbl.is

Leiðangursmenn

Þeir fjórir, skáktrúboðarnir, sem voru svo heppnir að fá að heimsækja hið magnaða Ittoqqortoormiit við Scoresbysund nú um páskana, hafa allir ferðast með Hróknum/Kalak áður vestur um haf.

540109_163846920441551_1686491914_n.jpg

Hrafn Jökulsson er forseti Hróksins og upphafsmaður þess að kynna Grænlendinga fyrir skákgyðjunni. Nú er hafið 11. starfsár Hróksins á Grænlandi en fyrsta ferðin var til Qaqartoq árið 2003 en síðan hafa öll þorpin á austurströndinni verið heimsótt. Hrafn hefur farið ótal ferðir vestur um haf, oftast til Tasiilaq þar sem bækistöðvar hafa verið og þaðan farið til litlu þorpanna í kring.

Í desember sl. fór Hrafn ásamt stórmeistaranum Henrik Danielsen til Nuuk og stendur til, með tíð og tíma, að vinna í útbreiðslu skákarinnar á vesturströndinni. Þó einbeita liðsmenn Hróksins og Kalak sér að þeirri eystri sem stendur, enda þurfa börnin þar á félagslegum áskorunum að halda og upplifa gefandi samveru.

58044_163846810441562_2011353471_n.jpg

Róbert Lagerman, Fide meistari og yfirkennari ferðarinnar. Róbert er varaforseti Hróksins og hokinn af reynslu i skákkennslu barna. Hann á margar Grænlandsferðir að baki og stjórnaði mótum af öryggi en naut aðstoðar Emilie Madsen, þrettán ára skákdrottningar sem lærði mikið af herra Lageraman og getur vafalaust stjórnað stórmótum sjálf í nánustu framtíð.

544642_10151609705358338_730699689_n.jpg

Jón Birgir Einarsson, hinn öflugi liðsmaður. Má titla sem rótara leiðangursins og ekki verra að maðurinn er menntaður sem sálfræðingur sem og félagsfræðingur. Það hjálpar bæði íbúum hins einangraða Ittoqqortoormiit sem og leiðangursmönnum..

Jón hefur endalausa þolinmæði við að leiðbeina yngri kynslóðinni og hoppar í skákstjórn þess á milli. Hér er hann - fremur svalur - á leið yfir á Tóbínhöfða í ísbjarnarleit.

529230_10151605217873338_435733460_n.jpg

Arnar Valgeirsson á að baki um tólf ferðir í skákleiðöngrum á austurströnd Grænlands. Hann hefur verið leiðangursstjóri frá upphafi ferða til Ittoqqortoormiit og þekkir sig orðið nokkuð vel þar á bæ. Arnari fellur ágætlega að leiðbeina börnum sem stíga sín fyrstu skref í skákfræðum, sem og að setja upp mót en meistaradrauma er hann hættur að elta, enda væntanlega fjórði besti skákmaður leiðangursins. Eins og svo margir sem koma til landsins kolféll Arnar fyrir því og uppáhaldsstaður hans er Ittoqqortoormiit eða "staður hinna stóru húsa" við Scoresbysund.

Milli vinnutarna fékk Arnar að fara út og leika sér á sleða.

529407_10151603373418338_1449181041_n.jpg

Já, og svona lítur bærinn út, séð í vestur út frá "miðbænum". Þetta er ægifagur bær. Gott fólk og ótrúlega hressir krakkar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Leiðangursmenn

,,Við erum ein fjölskylda"
,,Við erum ein fjölskylda"

Fréttir af landnámi skákarinnar og starfi Hróksins og Kalak á Grænlandi.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband