Leita í fréttum mbl.is

Glöðu andlitin

392665_10151605195048338_2068102469_n.jpg

Það er einstaklega gefandi að vera innan um svona skemmtilega krakka. Það voru bókstaflega allir glaðir, alltaf. Ef ekki sást bros þá var það vegna þess að þau voru svo niðursokkin í skákina að ekkert annað komst að.

Eins og til dæmis hEr:

216688_161756757317234_121292293_n.jpg

Þeir Gaba og Jerimias voru duglegir að kíkja við á gistiheimilinu hjá leiðangursmönnum og þiggja smá veitingar. Og tefla eina eða tvær skákir. Þeir mættu að sjálfögðu alltaf í skólann þegar skákin átti að fara að byrja. Og það sem var svo skemmtilegt að þeir brostu út í eitt. Alltaf. 

Eins og sjá má hér:

529429_10151605196053338_900562230_n.jpg

Gudrun og Emilie hafa verið bestu vinkonur í mörg ár. Sennilega frá því að þær voru pínkupons. Þær hafa sennilega mætt á alla skákviðburði síðan páskana 2007 þegar fyrsta ferðin var farin.

564495_163846807108229_331553850_n.jpg

Stelpurnar mættu manna fyrstar og hjálpuðu til að setja upp borð og stóla, stilla upp taflmönnum og Emilie sá um að þýða yfir á grænlensku og pikka öll nöfnin í tölvu. Svo setti hún inn úrslitin og paraði fyrir næstu umferð og síðasta mótinu stjórnaði hún nánast upp á sitt einsdæmi. Afhenti svo öllum þátttakendum vinninga sína á Norlandair mótinu. Það var mikið að gera hjá stelpunni þá svo ekki náði hún verðlaunasæti en hún náði þó öðru sæti í yngri flokki á móti númer tvö.  Þessar tvær bera nafnbótina Snillingur, með stóru essi.

545932_163846917108218_319700374_n.jpg

Daniel D. Madsen er bróðir Emilie og sonur húsvarðarins í skólanum, hans Jens Kristian Madsen. Jens og kona hans eiga sex börn og fimm þeirra hafa verið með í skákinni ár eftir ár. Ken er elstur og hann er í framhaldsskóla á vesturströndinni. Systir hans í skóla í Nuuk og sá yngsti stendur varla fram úr hnefa ennþá, en verður með næst. Daniel varð 11 ára þann 2. apríl, daginn sem leiðangursmenn settust á sleðann hjá pabba hans sem skutlaði þeim yfir gaddfreðið Scoresbysundið að Constable Pynt, hinum nokkuð einmanalega alþjóðaflugvelli á ísbjarnarslóðum. Daníel átti stórleik og sigraði á Bónusmótinu í yngri flokki og var aldeilis ekki ósáttur. Hann virðist reyndar aldrei neitt sérlega ósáttur..

604077_162932897199620_1366654188_n.jpg

Þarna til vinstri er hún Laila, en hún er einmitt systir þeirra Emilie og Daniels. Laila er mikill gleðigjafi og sýnir miklar framfarir í skákinni, þó ekki hafi hún náð á pall. Laila er orkubolti og alltaf í góðu skapi. Hér er hún með litla frænda sér við hlið, hann var líka með þeim allra sprækustu.

12356_10151609710048338_1511533019_n.jpg

Hún Cecilie er hér sposk með glænýja skákbók á grænlensku. Öll börnin fengu þessa bók að gjöf sem mun væntanlega hjálpa þeim að ná enn betri árangri. Það var skákkennarinn og eðalmennið hann Siguringi Sigurjónsson sem setti saman bókina og fékk styrk til að láta þýða á grænlensku. Það gerði ung kona sem býr í Kópavogi og var lengi að vinna á alþjóðaflugvellinum Constable Pynt. Verulegur akkurí þessari bók. Þess má geta að Cecilie prýddi forsíðu sunnudagsblaðs Moggans stuttu eftir páskana 2011, svona ljómandi krúttleg við skákborðið. Þá mynd tók Tim Vollmer sem var hirðljósmyndari ferðarinnar fyrir tveimur árum.

485200_10151609548773338_633452823_n.jpg

Þarf nokkuð að segja meira? Á þessu borði var sko aðalstuðið. Hér er unga fólkið í rífandi fíling. Alveg tjúlluðu stuði...

Nei, þarf ekki að segja meira.... Nema kannski það að:

553878_10151609710043338_794690039_n.jpg

Þó að aðalmálið sé að vera með þá er ótrúlega gaman að vinna. Alveg bilað gaman.

Allan Madsen vann tvisvar og var stoltari en allt sem stolt er.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Þessi útrás er bæði frumleg og frábær. Frumkvöðlarnir eiga heiður skilinn fyrir framtakið

Jónatan Karlsson, 6.4.2013 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Leiðangursmenn

,,Við erum ein fjölskylda"
,,Við erum ein fjölskylda"

Fréttir af landnámi skákarinnar og starfi Hróksins og Kalak á Grænlandi.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband