Leita í fréttum mbl.is

Jokiba Napatoq

2259_49613798263_7594_n.jpg

Þessi mynd er tekin um páskana árið 2008 þegar fjórir leiðangursmenn Hróksins og Kalaks voru í leiðangri númer tvö í Ittoqqortoormiit. Róbert Lagerman tefldi fjöltefli við krakkana, sem ekki voru vel að sér í skáklistinni, flest hver. Enda var fyrsta ferðin 2007 og þá kunnu verulega fáir mannganginn. Hún Jokiba Napatoq var afar áhugasöm og var með í öllum viðburðum og þó hún væri aðeins sex ára þá reyndi hún sitt besta. Hún barðist lengi og vel við hann Róbert í fjölteflinu og þó staðan væri, eins og sjá má, nokkru lakari hjá svörtu köllunum, þá bauð Róbert jafntefli sem Jokiba þáði umsvifalaust enda páskaegg í boði fyrir þau sem ekki töpuðu fyrir meistaranum.

295652_136159746557799_1258974613_n.jpg

Jokiba kom með móður sinni, henni Ellen, sem reyndar hefur verið stoð og stytta leiðangursmanna að undanförnu, í skemmtiferð til Reykjavíkur sl sumar. Frændi hennar var með í för og þau kíktu við á skákæfingu hjá Skákakademíu Reykjavíkur einn mánudag í góða veðrinu. Þau frændsystkin áttu nokkuð í land með að halda í við krakkana sem stunduðu grimmt æfingar en fannst mikið til koma og nutu sín alveg í botn.

551441_10151609549368338_64689698_n.jpg

Hér má sjá Jokibu að tafli við afmælisbarn dagsins, laugardaginn 30. mars sl, hann Martin Hammeken. Hann var uppstrílaður að hætti afmælisbarna, og var kallaður upp á svið til að taka við afmælisgjöf frá leiðangursmönnum. Brosið líður seint úr minni. Jokiba neytti allra bragða til að tefla við vini og kunningja milli móta í páskaskákvikunni, en þurfti að finna einhverja sem áttu skákborð og kalla.

Ellen, móðir hennar, sem eins og áður sagði var stoð og stytta skáktrúboðanna og meðal annars mætti í skólann til að smyrja ofan í þá brauð, eins og sjá má hér:

cimg2203.jpg

..tjáði semsagt piltunum að Jokiba ætti ekki skáksett, hún hefði ekki fundið það í búðum þegar hún var á Íslandi sl sumar og ekki væri það nú til í kaupfélaginu í þorpinu. Þó ýmsu ægi nú saman þar, þá eru ekki reglulegar pantanir á dóti því skipið kemur bara á sumrin og þá er búðin fyllt af varningi sem á að duga fram á næsta sumar! Þannig er nú bara það og sumar vörur eru komnar hressilega yfir svokallaðan síðasta söludag, en það er ekki verið að stressa sig yfir því.

Jokiba fékk afhent skáksett eftir stutta æfingu í gistiheimilinu á staðnum, þar sem leiðangursmenn bjuggu við gott atlæti, og fór hún með það alsæl heim. Sat þar að tafli við vini og vinkonur fram á kvöld.

Niðurstaðan er sú að æfingin skapar meistarann. Vegna þess að...

149218_10151606300628338_931544573_n_1196692.jpg

eins og sjá má þá krækti Jokiba sér í sinn fyrsta verðlaunapening fyrir góðan árangur í skák á síðasta mótinu sem haldið var. Fékk hún fullan sundpoka frá Norlandair með ýmsu dóti í fyrir þátttökuna og svo páskaegg og glæsilega medalíu fyrir að komast í verðlaunasæti.

Sjaldan hafa sést stoltari mæðgur en eftir þetta mót.

Stelpan var varla búin að loka á eftir sér útidyrahurðinni heima hjá sér þegar þessi mynd birtist á facebook:

 522417_582667045101620_576448601_n.jpg

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Leiðangursmenn

,,Við erum ein fjölskylda"
,,Við erum ein fjölskylda"

Fréttir af landnámi skákarinnar og starfi Hróksins og Kalak á Grænlandi.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband