30.3.2007 | 00:01
Dagur 1
Heil og sæl öll sem eitt!
Nú er allt komið á fullt, hér kemur ferðasagan:
Mættum á Reykjavíkurflugvöll klukkan tíu miðvikudagsmorguninn 28.mars, með góða skapið í farteskinu. Vélin fór stundvíslega í loftið 11:45 og lentum við heilu og höldnu í Kulusuk um tveimur klukkustundum síðar, biðum þar í klukkutíma eftir áframhaldandi flugi til Constable Pynt eða á Punktinn. Því miður var skólastjórinn í Ittoqqortoormiit og sérlegur gestgjafi vor Peter von Staffeldt veðurtepptur í Nuuk og kemst víst ekki heim fyrr en í fyrsta lagi á laugardag. Í þeirri flugferð vorum við svo heppin að sjá Gunnbjörnsfjall sem er hæsta fjall Grænlands 3700 metrar. Þegar komið var á punktinn í 17 stiga frosti og sólskini var ekkert nema einn ágætlega stóran skúr og risastóran sleðahund að sjá. Selaðahundurinn hefur það göfuga hlutverk að verða snarbrjálaður ef einhverjum ísbirninum skildi svo mikið sem detta í hug að koma nálægt flugvellinum. Á þessum dýrðlega punkti hittum við Jón og hans föruneyti. Jón og félagar eru að vinna að kvikmynd og hafa verið að vappa um á ísjökunum síðustu daga. Því næst vorum við kölluð út í þyrlu. Óli fékk að sitja frammí hjá þyrluflugmanninum sem var ekki leiðilegt að hans sögn. Hjartað hætti að slá í nokkrar sekúndur þegar þyrluflugmaðurinn ákvað að taka nokkrar dýfur til að krydda flugið, ekki frá því að Óli hafi eitthvað haft með það að gera...
Þegar við lentum heilu og höldnu í Ittoqqortoormiit tóku Ulla von Staffeldt og Jörgen Thomsen vel á móti okkur (Óli og Íris gista hjá Ullu og Peter, Arnar gistir hjá Jörgen). Hér er virkilega vel tekið á móti okkur og vistarverurnar eru mun betri en nokkurt fimm stjörnu hótel.
Þar til næst
Grænlandsfararnir þrír
Færsluflokkar
Spurt er
Tenglar
Grænlandsvinir
- Kalak Vinafélag Íslands og Grænlands
- Flugfélag Íslands Taktu flugið
- Penninn Styður starf Hróksins og félaga á Grænlandi!
- Íslenskt grænmeti Styður starf Hróksins og félaga á Grænlandi
- Henson Laaangflottastur!
- Bónus
- Cintamani Flottar flíkur í fimbulkulda
- Sögur útgáfa
- Actavis Hagur í heilsu
- Ísspor Verðlaunagripir
- Atlantsolía
- Fjallið Hvíta
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.