30.3.2007 | 22:10
Lítillega um staðinn
Ittoqqortoormiit (Scoresbysund) er fimmhundruð manna bær á austurströnd grænlands, norðanmegin í mynni scoresbysunds, lengsta fjarðakerfi í heiminum. næsta byggð er á ammassalik-svæðinu um 800km í suð-vestur. Ísland er næsti nágranni, um 500km í hásuður.
Nafnið Ittoqqottoormit (Scoresbysund) er notað yfir stærstu af byggðunum þremur við suðurmörk Liverpoollands. Hinar tvær byggðirnar eru: Uunartoq (Kap Tobin) og Ittajimmit (Kap Hope). Ittoqqortoormit þýðir: Þeir, sem búa í stóru húsunum. Ittoqqortoormiit er einnig heitið á svæðinu, sem landfræðin segir að teygi sig alveg vestur á miðjan jökulinn, norður að landamærum Þjóðgarðs N-A Grænlands (stærsta þjóðgarðs í heiminum) og langt í suð-vestur að ammassalik svæðinu. Mynni Scoresbysunds er meira en 50km á breidd frá norðri til suðurs, og fjarðakerfi teygir sig vestur í hundruði kílómetra, en Nordvestfjord er þar fjærst, eða 313km frá sjó.
ÓK
Færsluflokkar
Spurt er
Tenglar
Grænlandsvinir
- Kalak Vinafélag Íslands og Grænlands
- Flugfélag Íslands Taktu flugið
- Penninn Styður starf Hróksins og félaga á Grænlandi!
- Íslenskt grænmeti Styður starf Hróksins og félaga á Grænlandi
- Henson Laaangflottastur!
- Bónus
- Cintamani Flottar flíkur í fimbulkulda
- Sögur útgáfa
- Actavis Hagur í heilsu
- Ísspor Verðlaunagripir
- Atlantsolía
- Fjallið Hvíta
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.