Leita í fréttum mbl.is

óviðjafnanlegt land, óviðjafnanlegir bæir, óviðjafnanlegt fólk, óviðjafnanleg hamingja

 

takið eftir holunni til hægri

Þessa mynd tók Andri Thorstensen í Ittoqqortoormiit nú í mars. það var slatta snjór þarna ha. Takið eftir að það er smá hola þarna í skaflinum. Andri tók líka myndina sem kemur hér á eftir.....

Leiðangursmenn sem fóru í umrætt þorp hittust yfir kaffibolla og tekinn var púlsinn á næstu ferð, þar sem Tasiilaq, Kulusuk og Kuummiut verða heimsótt.

Planið er að u.þ.b. fjórir verði í Kulusuk, þrír í Kuummiut og 5-6 í Tasiilaq til að byrja með. Svo hittist öll hersingin í Tasiilaq fyrir helgina þegar Greenland Open verður haldið með pompi og prakt.

Væntanlega munu allnokkrir koma á fimmtudegi og vera fram á mánudag, þann ellefta ágúst, þegar grunnskólinn hefst. Það er semsagt byrjað að plana, panta gistingu og annað sem krefst mikils undirbúnings þannig að þeir sem upplifað hafa stemninguna, landið og þetta gefandi starf ættu að láta í sér heyra því það er aldeilis ekki ótakmarkað pláss. Nú, og þeir sem ekki hafa þessu kynnst, en vilja láta hendur standa fram úr ermum og tefla við hressa grænlenska krakka, vita þá af þessu líka. Kostnaði verður reynt að halda niðri eftir megni, fyrir vinnusama.

Og, áður en það gleymist:

takið..því þar er inngangurinn í húsiðHolan þarna í skaflinum var auðvitað til þess að....................

 

 

..... komast inn. Nú eða út.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Leiðangursmenn

,,Við erum ein fjölskylda"
,,Við erum ein fjölskylda"

Fréttir af landnámi skákarinnar og starfi Hróksins og Kalak á Grænlandi.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband