Leita í fréttum mbl.is

Fjöltefli í bongóblíðu á austurströndinni

 

Fjöltefli í bongóblíðu á austurströndinni

Það hefur farið vel um leiðangursmenn Hróksins í blíðunni í Tasiilaq og Kulusuk.

Í dag, mánudag, hófst veislan og samkomuhúsið í Tasiilaq opnaði klukkan 13:00 og börnin kepptust við að setja upp borð og stóla og skora á Íslendingana þegar settin voru komin á sinn stað. Róbert Lagerman tefldi svo fjöltefli við 25 krakka við mikla hamingju, ekki síst hjá þeim þremur sem náðu jafntefli við meistarann. Fengu þeir Hróksnælu í barminn og lyklakippu að auki.

Róbert hafði reyndar verið bitinn rækilega af moskítóflugum hér í dalnum í gær, þar sem leiðangursmenn renndu fyrir silung, og stokkbólginn fór hann á sjúkrahúsið í bænum þar sem meistarinn var sprautaður og lyfjaður í bak og fyrir. Var skákhandleggurinn tvöfaldur og læknirinn sagði honum að tefla ekki á næstunni. En fjölteflið hafði verið auglýst og ekki mátti klikka á því.

Í Kulusuk eru fimm vaskir sveinar sem bíða eftir tveimur í viðbót svo hægt sé að setja upp hátíð bæði í Kulusuk og Kuummiut, en flugi var aflýst í dag. Er það fremur afleitt þar sem slatta af farangri vantar, varð hann eftir í Reykjavík en berst vonandi sem fyrst.

Teflt var utandyra í Kulusuk enda hefur veðurblíðan verið með eindæmum.

 

Fyrsti dagur hefur því gengið vel og er unga fólkið að draga vini og vinkonur með að æfa sig, enda verða barnamót í Kulusuk, Kuummiut og Tasiilaq á miðvikudag kl. 15:00 að grænlenskum tíma. Má reikna með að aldrei áður hafi jafn margir setið að tafli sem á næsta miðvikudag á Grænlandi öllu.

En meira um það síðar...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ljótt að heyra með skákhandlegginn....en gaman að vita af ykkur þarna í bongó blíðu(;  Eru ekki myndir væntanlegar?

kv sb

Sigrún Bald (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Leiðangursmenn

,,Við erum ein fjölskylda"
,,Við erum ein fjölskylda"

Fréttir af landnámi skákarinnar og starfi Hróksins og Kalak á Grænlandi.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband