Leita í fréttum mbl.is

Allt að komast á fullt skrid hja sendinefndinni

 

Það var fallegur dagur í Tasiilaq i dag og félagsheimilið opnaði klukkan eitt með því að leiðangursmenn tóku nokkrar bröndóttar við krakkana. Farið var yfir nokkur atriði og svo tefldi spænski skákræðingur sendinefndarinnar, Jorge Rodrigez F

oncega, fjöltefli við á þriðja tug barna og unglinga. Þrír náðu jafntefli og fengu verðlaun fyrir vikið.

 

Heldur rólega hafa skákæfingar farið af stað í Kulusuk, en vegna sviplegs fráfalls ungs pilts þar um helgina hefur sendinefnd Hróksins þar ekki farið geyst. Þó hefur þónokkur fjöldi kíkt við í skólanum og teflt en skákborð hafa verið sett upp bæði innan- sem utandyra. 

 

Barnaskákmót hefur verið auglýst um allan bæ, sem fram fer á morgun klukkan 15:00, KB bankamótið. Bros mótið verður haldið í Tasiilaq á sama tíma og Landsbankamótið í Kuummiut, en tveir Kátir biskupar komust til Kulusuk í dag, þar sem flugi var aflýst í gær vegna þoku, sem og restin af farangri leiðangursins.

Héldu þeir rakleiðis til Kuummiut þar sem Kátir hafnfirskir biskupar settu upp mikla skákhátíð um leið og þeir hoppuðu í land.

 

Á fimmtudaginn koma svo þeir sem staddir eru í Kulusuk og Kuummiut yfir til Tasiilaq, og auk þess nokkrir frá Reykjavík. Stórmót verður sett upp um kvöldið í samstarfi við skákfélagið Löberen – biskupinn – og vænst er góðrar þátttöku, enda þurfa allir að hita sig vel upp fyrir Greenland open á laugardag, sem haldið er til heiðurs Sigurði Péturssyni, ísmanni, sem verður sextugur í haust.

 

En í millitíðinni hefur verið auglýstur landsleikur i fótbolta, Grænland – Ísland, á hinum rómaða malarvelli í Tasiilaq, sem einmitt liggur beint fyrir framan Lionshúsið þar sem leiðangursmenn gista. Spurning hverjir verða á heimavelli...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Leiðangursmenn

,,Við erum ein fjölskylda"
,,Við erum ein fjölskylda"

Fréttir af landnámi skákarinnar og starfi Hróksins og Kalak á Grænlandi.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband