10.8.2008 | 18:02
Landsleikur í fótbolta
Eftir að sendinefnd Hróksins hafði teflt við börn og fullorðna i samkomuhúsinu í Tasiilaq og hópur farið í íþróttahöllina að undirbúa stórmótið sem fram fer seinna í dag, var keppt í fótbolta, Ísland - Grænland.
andsleikurinn var haldinn á hinum glæsilega malarvelli ofarlega í bænum og voru tólf í hvoru liði og varamenn alltaf til í að hlaupa inná þegar þreytan sagði til sín, hjá báðum liðum.
Þess má geta að einn Spánverji var með í íslenska landsliðinu, Jorge Rodrigez Foncega, og stóð hann sig með sóma aftarlega á miðjunni.
Eftir smá barning náðu Hróksmenn yfirhöndinni og komust í þrjú eitt, með mörkum þeirra Hákons Svavarssonar, sjálfsmarki þeirra grænlensku og skallamarki Atla Arnarssonar.
Staðan var 3-2 í hálfleik en Grænlendingarnir skoruðu þrjú í röð og það var með naumindum sem Íslendingarnir náðu að jafna með mörkum þeirra Þórarins Sigurðssonar og Styrmis Sigurðssonar, ísmanns.
Leikurinn fór í framlengingu og Styrmir bætti við marki en ungur piltur frá Tasiilaq vippaði yfir hinn tæplega tveggja metra langa Róbert Harðarson, markmann, á lokamínútunum.
Það kallaði á vítaspyrnukeppni þar sem sigur hafðist, þar sem Styrmir fór í markið og varði tvær spyrnur.
Þórarinn, Styrmir og Pétur Atli Lárusson skoruðu úr vítunum en Hákon Svavarsson, sem hafði stjórnað miðjuspili liðsins af röggsemi allan leikinn, klikkaði illa á vítaspyrnu sinni, sem kom þó ekki að sök. Hörkuleikur og ekkert gefið eftir.
Væntanlega verður heldur ekkert gefið eftir á Greenland Open, til heiðurs Sigurði Péturssyni sextugum, í Tasiilaq í dag.
Færsluflokkar
Spurt er
Tenglar
Grænlandsvinir
- Kalak Vinafélag Íslands og Grænlands
- Flugfélag Íslands Taktu flugið
- Penninn Styður starf Hróksins og félaga á Grænlandi!
- Íslenskt grænmeti Styður starf Hróksins og félaga á Grænlandi
- Henson Laaangflottastur!
- Bónus
- Cintamani Flottar flíkur í fimbulkulda
- Sögur útgáfa
- Actavis Hagur í heilsu
- Ísspor Verðlaunagripir
- Atlantsolía
- Fjallið Hvíta
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.