Leita í fréttum mbl.is

Róbert Lagerman lyfti bikarnum á Greenland Open 2008.

Sextíu og fjórir þátttakendur skráðu sig til leiks á sjötta Greenland Open mótinu á austurströnd Grænlands sem fram fór í gær, laugardaginn 9. ágúst í íþróttahöllinni í Tasiilaq. Gríðarlega skemmtileg stemning myndaðist á mótinu þar sem íslenskir meistarar og áhugamenn, grænlenskir krakkar og nokkrir harðir danir börðust við borðin. Yngsti þátttakandinn var Aqqa Larsen sem er fimm ára og mætti í hverja skák eins og sannur veiðimaður, lék af miklum krafti og náði að leggja nokkra.

Mótið var að þessu sinni til heiðurs Sigurði "ísmanni" Péturssyni, sem verður sextugur í haust. Hann hefur um árabil búið í Kuummiut, fimm hundruð manna þorpi og siglt með sendinefndir Hróksins ófáar ferðirnar milli bæja, auk þess að hýsa þá sem haldið hafa uppi skáklífinu i Kuummiut.

Fyrir mótið var stjórn Löberen – biskupsins – skákfélaginu i Tasiilaq, þökkuð samvinnan og góðar mótttökur. Fengu stjórnarmenn íslenska tónlist í boði Smekkleysu og glæsilegt eðaltaflsett að gjöf, sem greinilega fyllti þá krafti því þeir veittu Íslendingunum harða keppni.

_MG_1068Tefldar voru níu umferðir eftir Monradkerfi þar sem umhugsunartíminn var 7 mínútur. Fyrir síðustu umferð var svo Sigurður kallaður á svið og hann hlaðinn gjöfum, íþróttagalla frá Henson, konfekti frá Sandholt, íslenskri tónlist og að auki fékk hann taflborð áritað af sjálfum Garry Kasparov.

_MG_1144Þegar upp var staðið voru þeir Róbert og Einar K. Einarsson efstir með 8,5 vinninga en Róbert nokkru hærri á stigum. Lagði hann Arnar Valgeirsson á fyrsta borði í síðustu umferð en Einar hafði sigur gegn Pétri Atla Lárussyni á öðru borði.

Veitt voru verðlaun fyrir efstu sæti hjá dömunum en þar kom í þriðja sæti Ingrid Kalia, í því öðru Saga Kjartansdóttir, andlit Hróksins í ferðinni og sú sem afhenti vinningana. Efst stúlkna varð Lea Ignatiussen og fékk hún glæsilega skáktölvu auk verðlaunapenings auðvitað.

Veitt voru verðlaun fyrir þá sem ekki voru í leiðangri Hróksins og þriðji varð Gaba Taunajik, annar hinn eitilharði kennari og meðstjórnandi Löberen, Hans Erik Larsen og efstur á palli sjálfur formaðurinn, Polle Lindt, sem stoltur tók á móti Kasparovborði og eðalköllum með gullmedalíu um háls. Náði hann fjórða sæti í mótinu sem er stórgóður árangur því margir öflugir skákmenn tóku þátt.

En þá voru það verðlaun fyrir efstu sætin: Spánverjinn öflugi Jorge Rodrigez Foncega náði bronsinu með sigri á Gunnari Frey Rúnarssyni í síðustu umferðinni, Einar K. Einarsson fékk silfrið og Róbert Lagerman, varaforseti Hróksins, fagnaði gullinu og lyfti glæsilegum bikar á loft við gríðarlegar undirtektir.

Svo var dregið um fimmtán happadrættisvinninga sem komu frá Henson, Smekkleysu og Sandholt, en ungur piltur hreppti þó glæsilega skáktölvu og brosti breitt.

Er Róbert þá sá eini sem hampað hefur bikarnum tvisvar á Greenland Open, en hann vann einnig 2005. Englendingurinn Luke McShane vann 2003, Jóhann Hjartarson 2004, Henrik Danielsen 2006 og forseti skáksambands Íslands, Björn Þorfinnsson í fyrra.

Ótrúleg veðurblíða hefur verið í Tasiilaq alla vikuna og engin lát eru á. Leiðangursmenn nota sunnudaginn til að fara í göngutúra um nágrennið þar sem náttúrufegurðin er engu lík, pakka niður og tefla við grænlensku krakkana sem koma í heimsókn og vilja meiri skák.

Eldsnemma í fyrramálið verður svo hoppað um borð í Þyt, fley Sigurðar ísmanns, sem kemur leiðangursmönnum til Kulusuk þar sem flogið verður með Flugfélagi Íslands, helsta styrktaraðila ferða Hróksins til Grænlands, heim til Reykjavíkur.

1-2 Róbert Lagerman (1) 2364 8.5
Einar K. Einarsson (3) 2100 8.5
3 Jorge Fonseqa (4) 2040 7
4 Polle Lind (38) 6.5
5-14 Gunnar Freyr Rúnarsson (2) 2120 6
Pétur Atli Lárusson (5) 2000 6
Arnar Valgeirsson (59) 6
Ásgeir Sandholt (48) 6
Hans Erik Larsen (36) 6
Guðmundur Valdimar Guðmundsson (14) 6
Gaba Taunajik (56) 6
Anders Pivat (47) 6
Konrad Larsen (34) 6
Mathias Kunuk (33) 6
15-17 Toby Sigurðsson (50) 5.5
Aqqaluk Johansen (19) 5.5
Hákon Svavarsson (53) 5.5
18-27 Atli Viðar Thorstensen (57) 5
Sigurður Ismand (61) 5
Jökull Arnarsson (8) 5
Dines Ignatiussen (15) 5
Age Konelionsen (27) 5
Josva Jörgensen (21) 5
Ásgeir Bergmann (11) 5
Ferdinand Mikaelsen (43) 5
Andri Thorstensen (58) 5
Hans Ib Kuitse (30) 5


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Leiðangursmenn

,,Við erum ein fjölskylda"
,,Við erum ein fjölskylda"

Fréttir af landnámi skákarinnar og starfi Hróksins og Kalak á Grænlandi.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband