Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
24.4.2008 | 01:38
aðeins yfir farinn veg... nokkrar myndir og þakkir til styrktaraðila
Börnin í Ittoqqortoormiit svo sannarlega glöð með Glitni.
Þegar master Andri ljósmyndari tekur tvöþúsund myndir í leiðangri er auðvitað nauðsynlegt að koma einhverjum á framfæri.
Næsta ferð verður farin, eins og fram hefur komið, þann fjórða ágúst nk. Svo leiðangursfólk Hróksins komist þessar ferðir, þar sem markmiðið er að gera líf barnanna á austurströnd Grænlands örlítið innihaldsríkara, auk þess sem samskipti landanna eru bætt verulega, er nauðsynlegt að fá stuðning frá fyrirtækjum. Í ferðinni um páskana voru það Klæðning ehf, Glitnir, Húsasmiðjan, Henson, Borgarleikhúsið og Góa sem gerðu Hróksfólki kleyft að fara þessa ferð og færa börnunum góðar gjafir auk þess að ávallt fengu allir þátttakendur vinninga.
Allir vinna, enginn tapar og gleðin skín úr ungum og frísklegum andlitunum.
Ungir og eldri með á Húsasmiðjumótinu...
Leiðangursmenn þakka þann stuðning sem sýndur var og gerði þetta ævintýri að veruleika, ævintýri fyrir hina íslensku sendinefnd, og ekki síður fyrir íbúa hins einangraða Ittoqqortoormiit, þar sem 530 manns búa og ferðast ekki mikið því einn vegur liggur um bæinn og nær ekki lengra en upp á þyrlupall. 50 km ferð með þyrlu er nauðsynleg á Nerleriit Inaat, einn minnsta alþjóðaflugvöll í heimi og svo eru "aðeins" 800 km í næsta bæ sem er Kulusuk. Reyndar styttra að fara á Þingeyri....
en að ævintýri hafi þetta verið má svo sannarlega sjá á síðu grunnskólans í þorpinu.
Tasiilaq (Ammassalik), Kuummiut og Kulusuk verður sinnt í sumar. Eins vel og mögulegt er.
Svo að síðustu má hér sjá þetta magnaða þorp þar sem Andri náði þessari ótrúlega fínu mynd. Þessi vetur hefur svo sannarlega verið snjóaveturinn mikli á Grænlandi, sérstaklega á austurströndinni og sá mesti á þessum slóðum í 37 ár. Hetjur sem búa þarna.
Bara að klikka á hana og sjá alla dýrðina.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2008 | 20:32
óviðjafnanlegt land, óviðjafnanlegir bæir, óviðjafnanlegt fólk, óviðjafnanleg hamingja
Þessa mynd tók Andri Thorstensen í Ittoqqortoormiit nú í mars. það var slatta snjór þarna ha. Takið eftir að það er smá hola þarna í skaflinum. Andri tók líka myndina sem kemur hér á eftir.....
Leiðangursmenn sem fóru í umrætt þorp hittust yfir kaffibolla og tekinn var púlsinn á næstu ferð, þar sem Tasiilaq, Kulusuk og Kuummiut verða heimsótt.
Planið er að u.þ.b. fjórir verði í Kulusuk, þrír í Kuummiut og 5-6 í Tasiilaq til að byrja með. Svo hittist öll hersingin í Tasiilaq fyrir helgina þegar Greenland Open verður haldið með pompi og prakt.
Væntanlega munu allnokkrir koma á fimmtudegi og vera fram á mánudag, þann ellefta ágúst, þegar grunnskólinn hefst. Það er semsagt byrjað að plana, panta gistingu og annað sem krefst mikils undirbúnings þannig að þeir sem upplifað hafa stemninguna, landið og þetta gefandi starf ættu að láta í sér heyra því það er aldeilis ekki ótakmarkað pláss. Nú, og þeir sem ekki hafa þessu kynnst, en vilja láta hendur standa fram úr ermum og tefla við hressa grænlenska krakka, vita þá af þessu líka. Kostnaði verður reynt að halda niðri eftir megni, fyrir vinnusama.
Og, áður en það gleymist:
Holan þarna í skaflinum var auðvitað til þess að....................
..... komast inn. Nú eða út.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2008 | 17:52
4. ágúst, 2008
Þessa flottu mynd af henni Önnu í Kulusuk, besta trommudansara austurstrandar Grænlands, tók hinn mikli meistari Lars-Peter Stirling, skólastjóri í Kulusuk.
Hann hefur verið Hróknum innan handar í ferðum undanfarinna ára og komið með börnunum frá minni byggðum austurstrandarinnar tvö sl. haust, þegar þau koma í boði Hróksins og Kalak, vinafélags Íslands og Grænlands, búa í Kópavogi og ganga þar í skóla í 12 daga.
Þau tefla að sjálfsögðu og fara í ýmsa leiðangra en þau læra að synda, skella sér í laugina tvisvar á dag, takk fyrir. Aðeins er ein sundlaug á Grænlandi og hún er í Nuuk, höfuðborginni á vesturströndinni.
Næsti leiðangur Hróksins hefur verið ákveðinn 4. - 11. ágúst. Þá mun sendinefnd dvelja í Kummiut, Kulusuk og Tasiilaq. Greenland Open verður svo haldið helgina 9.-12. ágúst í Tasiilaq.
Skákfélagið Löberen, eða Biskupinn, í Tasiilaq, er algjörlega í startholunum með að taka á móti Hróksfólki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Spurt er
Tenglar
Grænlandsvinir
- Kalak Vinafélag Íslands og Grænlands
- Flugfélag Íslands Taktu flugið
- Penninn Styður starf Hróksins og félaga á Grænlandi!
- Íslenskt grænmeti Styður starf Hróksins og félaga á Grænlandi
- Henson Laaangflottastur!
- Bónus
- Cintamani Flottar flíkur í fimbulkulda
- Sögur útgáfa
- Actavis Hagur í heilsu
- Ísspor Verðlaunagripir
- Atlantsolía
- Fjallið Hvíta
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar