Leita í fréttum mbl.is

páskadagur i Ittoqqortoormiit

 

vinir óttarsPáskadagurinn var mikill heimsóknardagur. Um morguninn kom vinur okkar Josef Napatoq, sem verður fjórtán ára á föstudaginn. i spjall og þó við höfum verið vinir í þrjú ár, þá var vináttan innsigluð er hann mætti í KA galla í gráu höllina okkar.

Veðrið var ekki slæmt en meiningin hafði verið að skreppa í hundasleðaleiðangur yfir í Kap Tobin og þvi var frestað vegna lélegs skyggnis. Því næst komu þeir félagar, John og Daniel, tíu og átta, til að óska okkur gleðilegra páska og þiggja smá nammiveitingar. Voru þeir þvílíkt uppstrílaðir og flottir og í svakastuði.

Upp úr hádegi fórum við Sverrir til Knud Eliassen og Elnu konu hans til að komast á netið og setja inn greinar á grannan og facebook, kíktum svo í skólann að skoða birgðastöðuna. Kom þá Jaerus Arqe, sem hefur eftirnafnið Arqe þó öll börnin sex hafi eftirnafnið Napatoq eftir móðurfjölskyldunni, á snjósleðanum sínum og bauð okkurí túr yfir í Kap Tobin. Það var heldur betur þegið og svo fór öll hersingin af stað eftir að hafa klætt sig í allskyns galla, flís og ullarpeysur, enda kallt á svona ferðalagi.Karl, næstelsti sonur þeirra hjóna sem er sautján ára i dag, annan í páskum, var að koma úr veiðiferð þar sem hann náði sér i moskuxa og hefur okkur verið boðið í veislu í kvöld.

Paulus Napatoq er að verða nítján og er í blindraskóla í Danmörku en hann er skáksnillingur og við sjáum hann því miður ekki í þessari ferð. Þrátt fyrir að eiga sex börn tóku hjónin  að hana Miu litlu, sem er fimm ára, svona eins og það væri ekkert mál... Mia er snillingur og ótrúlega hress og passar nafnið algjörlega við hana.fjölskyldan við heitu laugar grænlandsEn hersingin lagði af stað, þrjú á sleðanum og sex stykki í sleða í eftirdragi. Þetta var ótrúlega magnað, allir á útkíkki eftir ísbirni en miðað við öll skinnin sem hanga um bæinn og í Kap Tobin þá hafa þeir verið að væflast um sundið að undanförnu. En byssan var með í för að sjálfsögðu, enda Jaerus með varann á í fjölskylduferð. „Þeir eru hættulegir“ segja krakkarnir og við félagar rengjum það ekki, enda skilur maður ekki hvernig er að búa svona innan um hvítabirni bókstaflega.

Í Kap Tobin eru heitar laugar, áttatíu gráðu heitt vatn og skilst okkur að það séu einu heitu laugar Grænlands. Þetta var ótrúleg sjón þar sem ísbreiðan lá yfir að trítla allt í einu á steinum í gufubaði.

Þegar heim var komið héldu ungir gestir áfram að streyma í heimsókn, svona til að tékka á því hvort við yrðum ekki örugglega klárir í mótið á morgun. Allir munu fá vinninga og bikarar og medalíur eru stofustáss í gráu höllinni og allir ætla að reyna við bikarinn. Páskamót Tårnet – Skakklub á mánudegi og Pásamót Hróksins á þriðjudegi. Þetta verður stuð og þó hart sé barist þá er gleðin algjörlega allsráðandi. Þegar maður horfir yfir hópinn og sér brosin á andliti krakkanna þá er maður sannfærður endanlega um að skákvæðingin á Grænlandi, sem hefur verið þorpum austurstrandarinnar, sé algjörlega málið. Fólkið sem býr hér segir að þetta sé algjörlega málið. Krakkarnir spyrja eftir þeim sem hafa verið í för áður, Róberti Lagerman, Stefáni Herberts, Þórði Sveins, Andra Thorstensen, Óla Kolbeini og Írisi og muna nöfnin. Robbi er held ég frægasti útlendingurinn í Ittoqqortoormiit eftir fjölteflin og mótin. Jamm, þetta er sko málið.

og nú er bara ad græja sig í mótid....

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Leiðangursmenn

,,Við erum ein fjölskylda"
,,Við erum ein fjölskylda"

Fréttir af landnámi skákarinnar og starfi Hróksins og Kalak á Grænlandi.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband