Leita í fréttum mbl.is

Austurgrænlensku sundkrakkarnir mættir

 

sundkrakkar í kópavogi 

mynd: Lars Peter Stirling

Haustið 2006 buðu Hrókurinn og Kalak - vinafélag Íslands og Grænlands - börnum á ellefta ári frá litlu þorpum Austur-Grænlands að koma til Íslands til að læra að synda. Þótti ótækt að börnin sem lifa þarna við ströndina í fiskiþorpunum kynnu það ekki, enda lífsspursmál. Aðeins ein sundlaug var þá á Grænlandi og það í Nuuk, höfuðstaðnum á vesturströndinni. Þess má geta að félagar í skákfélagi Háskólans í Reykjavík söfnuðu hálfri milljón í verkefnið og munaði um minna.

Lars Peter Stirling, skólastjóri í Kulusuk hefur haldið utan um verkefnið á Grænlandi og nú eru krakkarnir að koma í fimmta sinn. Kalak sér um komu barnanna sem styrkt er af Alþingi og Kópavogsbæ, þar sem börnin búa, stunda skóla með íslenskum jafnöldrum og læra að synda, bæði á morgnana og aftur eftir hádegi. Flugfélag Íslands hefur styrkt þetta ævintýri frá upphafi.

Börnin stunda sundnámið í Salalaug en almennt nám við Hörðuvalla- og Smáraskóla þar sem ótrúlega vel gengur að kynnast íslensku krökkunum, þrátt fyrir ólíkan bakgrunn og menningu.

Nú hefur Sermersooq kommúna, sem nær frá Nuuk og yfir meginpart austurstrandarinnar einnig, og er u.þ.b. sex sinnum stærri en Ísland, komið að þessu með fjármagni svo vonandi verður engin breyting á komu þessara eldhressu krakka til Íslands næstu árin.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Leiðangursmenn

,,Við erum ein fjölskylda"
,,Við erum ein fjölskylda"

Fréttir af landnámi skákarinnar og starfi Hróksins og Kalak á Grænlandi.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband