24.9.2010 | 18:55
Fjörið framundan
mynd: Lars Peter Stirling
Eftir að börn og fararstjórar höfðu komið sér fyrir í Kópavoginum var lagt í vísindaferð. Hér má sjá íslenska krosskönguló og grænlenska fingur.
Helgin verður mögnuð hjá krökkunum. Þau hjá ÍTR voru svo indæl að bjóða hópnum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn en dýralífið á austurströnd Grænlands er ólíkt því hér á landi. Hestar, kýr og kindur sjást ekki, en hugsanlega hreindýr þarna nyrst og auðvitað eru selir út um allt! Skúli Pálsson, gjaldkeri Kalak, lóðsar hópinn um garðinn.
Sena hefur árlega boðið krökkunum í bíó og á sunnudag mun sprækir krakkar sjá Karate kid í Smárabíói. Verða væntanlega ekki minna sprækir eftir það. Grænlandsfararnir Embla Dís og Róbert Lagerman, tvöfaldur Grænlandsmeistari í skák, ætla að læra karate með krökkunum.
Actavis veitti Kalak styrk til að gera eitthvað skemmtilegt með þessum úberhressa hóp og kemur það sér afskaplega vel þar sem ekki eru digrir sjóðir. Actavis, ásamt fleiri fyrirtækjum, sá til þess að allir þátttakendur í skákferð Hróksins til Scoresbysunds, fengu veglega vinninga um sl. páska.
Bendum á viðtal við Skúla og umfjöllun um komu barnanna í Fréttablaðinu þriðjudaginn 21. september:
http://vefblod.visir.is/index.php?s=4411&p=99568
http://vefblod.visir.is/index.php?s=4411&p=99567
Færsluflokkar
Spurt er
Tenglar
Grænlandsvinir
- Kalak Vinafélag Íslands og Grænlands
- Flugfélag Íslands Taktu flugið
- Penninn Styður starf Hróksins og félaga á Grænlandi!
- Íslenskt grænmeti Styður starf Hróksins og félaga á Grænlandi
- Henson Laaangflottastur!
- Bónus
- Cintamani Flottar flíkur í fimbulkulda
- Sögur útgáfa
- Actavis Hagur í heilsu
- Ísspor Verðlaunagripir
- Atlantsolía
- Fjallið Hvíta
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.