Leita í fréttum mbl.is

að læra meira í dag en í gær

 

sundkrakkar, að tafliEftir ríflega tuttugu ferðir Hróksins til austurstrandar Grænlands og skákkennslu í öllum byggðum þar undanfarin ár, þar sem gefin hafa verið hátt í þúsund skáksett, kunna allir krakkar mannganginn og sum eru orðin býsna fær í skáklistinni. Löberen -biskupinn - í Tasiilaq er virkasta félagið af þeim þremur sem stofnuð hafa verið þarna westurfrá og heldur reglulega mót.

 

Krakkarnir eru æstir í að tefla og í skólanum skora þau á innfædda í gríð og erg og tefla sín á milli, þar eða heima á gistiheimilinu í Kópavogi.

 

Tengslin sem íslensku og krakkarnir ná sín á milli í skólanum eru mikil og góð og mikil vinátta enda gaman að kynnast mismunandi heimum. Þegar kveðjustund hefur runnið upp í fyrri ferðum hafa mörg tárin fallið. Heimsóknir barnanna frá litlu og einangruðu þorpa austurstrandar Grænlands eru fastur liður í skipulagi skólayfirvalda í Kópavogi sem hafa staðið sig gríðarlega vel í þessu magnaða verkefni.

sundkrakkar, í skólanum

myndir: Lars Peter Stirling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrannar Baldursson

Þið eruð að standa ykkur vel.

Hrannar Baldursson, 25.9.2010 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Leiðangursmenn

,,Við erum ein fjölskylda"
,,Við erum ein fjölskylda"

Fréttir af landnámi skákarinnar og starfi Hróksins og Kalak á Grænlandi.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband