Leita í fréttum mbl.is

Ævintýri í uppsiglingu!

Þann 13.apríl næstkomandi mun ég, ein kulvísasta og matvandasta manneskja sem ég "þekki", halda í vikuferð til Grænlands ...og get ekki beðið!

Ég hlakka til að kjamsa á rostungakjöti og láta rassinn á mér frjósa af, enda held ég að þetta verði sannkallað ævintýri! Ég er sem sagt blaðamaður og er svo ljónheppin að fá að ferðast með Hróknum til Ittoqqortoormiit til þess að kynna mér þetta merkilega verkefni Hróksmanna og auðvitað lífið í þessu afskekktasta þorpi á Norðurlöndunum (og þótt víðar væri leitað)!

Minn undirbúningur fyrir ferðina felst aðallega í að útvega birtingarrými fyrir greinarnar sem ég kem með heim úr ferðinni (tékk), hlakka til (tékk) og rifja upp mannganginn (í vinnslu, hahaha) ;) Svo útvegaði ég nokkur púsl frá gæðakonunum hjá Puzzled by Iceland enda er markmiðið að við komum færandi hendi út og púslin finnst mér rammíslensk og flott.

Við lopapeysan erum tilbúnar og nú er bara að telja niður.....  eeiiinn, tveeeiiir, þríííír ... hætt'að telja, þett'er ÉG! *

Með tilhlökkunarkveðjum,

Hrund Þórsdóttir

 

* Þarna vottar fyrir galsa hjá mér, vonandi átta einhverjir sig á tilvitnuninni :P   :D


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

jamm, þið lopapeysan - og föðurlandið - getið farið að telja niður. en þetta verður allt í góðu, frostið verður sjaldan meira en tuttuguogsjö gráður.

allavega yfr daginn!

arnar valgeirsson, 23.3.2011 kl. 09:41

2 identicon

Hjúkk, nú er ég pollróleg :D

Hrund (IP-tala skráð) 26.3.2011 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Leiðangursmenn

,,Við erum ein fjölskylda"
,,Við erum ein fjölskylda"

Fréttir af landnámi skákarinnar og starfi Hróksins og Kalak á Grænlandi.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband