31.3.2011 | 17:53
Kynning og keppni
Skáktrúbođarnir sem fara á vegum Hróksins ţurfa ađ taka úr sér hrollinn heldur betur ţví ekki náđu ţeir stórkostlegum árangri á léttu móti á vegum Skákakademíu Reykjavíkur í gćrkvöldi, miđvikudagskvöld.
En ţetta var skemmtileg stund og ţau efnilegustu af yngri kynslóđinni öttu kappi gegn reynsluboltum. Eftirfarandi grein er skrifuđ af Stefáni Bergssyni, framkvćmdastjóra Skákakademíunnar og birtist hún bćđi á www.skak.blog.is sem og http://www.skakakademia.is/forsida/
Ţađ var fjölskrúđugur hópur skákmanna- og kvenna sem lagđi leiđ sína í Skákakademíuna í kvöld. Ungir og efnilegir krakkar í ţjálfun hjá Akademíunni, ţrír forsetar og framkvćmdastjóri, Grćnlandsfarar og skákdrottningar svo sitthvađ sé nefnt.
Eftir fáeinar vikur, á afmćlisdegi Gary Kasparovs 13. apríl, fer fjögurra manna fríđur hópur í vikuferđ til Grćnlands; Ittoqqortoormiit viđ Scorebysund, eitt allra afskekktasta ţorp í heimi. Um 1000 kílómetrar skilja ađ hiđ tćplega 500 manna ţorp og bćinn Kulusuk. Hrókurinn fór í fyrsta sinn á ţennan stađ áriđ 2007, og er ţetta fimmta ferđin.
Tilefni ferđarinnar er ţađ sama og áđur; kynna og kenna skáklistina fyrir börnin í ţorpinu. Til ađ leiđa ţađ verkefni hefur skákdrottningin Inga Birgisdóttir veriđ fengin til starfans. Ásamt henni verđur Arnar Valgeirsson Vinjarforingi um borđ, blađakonan Hrund Ţórsdóttir og hirđljósmyndari Hróksins Tim Vollmer. Lífiđ í Ittoqqortoormiit er fábreytt. Heimsóknir Hróksins eru ávallt hátíđ í bć og börnin fagna sendiherrum skáklistarinnar eins og sönnum hetjum, sem ţeir eru.
Ferđin var vel kynnt í kvöld, svipmyndir frá fyrri ferđum sýndar og Arnar fararstjóri hélt tölu um ferđina fyrir viđstadda. Hrókurinn nýtur stuđnings nokkurra myndarlegra bakhjarla; Sveitarfélagiđ Sermersooq komune á Grćnlandi veitti myndarlegan fjárstyrk, Eymundsson, Actavis, Bónus og Ísspor sjá svo um ađ gleđja krakkana međ ýmis konar skemmtilegum vinningum og gjöfum.
Ađ lokinni kynningu á ferđinni var slegiđ upp léttri hrađskákmintu. Gunnar Björnsson var stóryrtur fyrir mótiđ; ég ćtla ađ rústa ţessu móti." Gunnar er traustur mađur, stendur viđ orđ sín; sex af sex til forsetans! Honum nćstur kom Stefán Már Pétursson fađir Vignis Vatnars og í ţriđja sćti kom forseti Hróksins Hrafn Jökulsson.
Úrslit:
Rk. | Name | Pts. | TB1 |
1 | Björnsson Gunnar | 6 | 20,5 |
2 | Pétursson Stefán Már | 4 | 23 |
3 | Jökulsson Hrafn | 4 | 21 |
4 | Stefánsson Vignir Vatnar | 3,5 | 22 |
5 | Jónsson Gauti Páll | 3,5 | 18,5 |
6 | Ţorsteinsson Leifur | 3 | 22 |
7 | Bergsson Stefán | 3 | 19,5 |
8 | Friđriksson Rafnar | 3 | 17,5 |
9 | Ragnarsson Heimir Páll | 3 | 15,5 |
10 | Birgisdóttir Inga | 3 | 15 |
11 | Magnúsdóttir Veronika Steinunn | 2,5 | 14 |
12 | Valgeirsson Arnar | 2 | 14 |
13 | Vollmer Tim | 1,5 | 14,5 |
14 | Ţórsdóttir Hrund | 0 | 15 |
Fćrsluflokkar
Spurt er
Tenglar
Grćnlandsvinir
- Kalak Vinafélag Íslands og Grćnlands
- Flugfélag Íslands Taktu flugiđ
- Penninn Styđur starf Hróksins og félaga á Grćnlandi!
- Íslenskt grænmeti Styđur starf Hróksins og félaga á Grćnlandi
- Henson Laaangflottastur!
- Bónus
- Cintamani Flottar flíkur í fimbulkulda
- Sögur útgáfa
- Actavis Hagur í heilsu
- Ísspor Verđlaunagripir
- Atlantsolía
- Fjallið Hvíta
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sjitt hvađ ég var nćstum ţví búin ađ rústa ţessu..... !!!
hahahahahaha
Hrund (IP-tala skráđ) 3.4.2011 kl. 21:12
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.