7.4.2011 | 18:22
Vinningarnir mættir!
Tíu kassar með vinningum á skákmótin í Scoresbysundi, skákvörum, hundrað Bónuspáskaeggjum og völdu grænmeti fóru í gær með Flugfélagi Íslands á leiðarenda. Flugfélagið hefur í gegn um tiðina verið afar sanngjarnt við Hrókinn og erfiðlega hefði gengið að setja upp á þriðja tug leiðangra án aðstoðar þess. Leiðangursfólk er komið í gírinn og pælt í því hvaða fatnað skal taka með, því þó veturinn hafi verið með mildasta móti á Grænlandi þá er aldrei að vita. Um tíu gráðu frost hefur verið að undanförnu sem þykir nú ekkert sérstakt!
Þess ber þó að geta að þegar góðir dagar, með um 0°c og sól, er ekkert minna en dásamlegt að rölta hring um bæinn, enda er hann byggður í hring, horfa yfir ísilagt breiðasta sund heims og hlusta á spangól sleðahundanna.
Já, það getur verið býsna fallegt í Ittoqqortoormiit.
Myndina tók Andri Thorstensen um páskana 2008
Færsluflokkar
Spurt er
Tenglar
Grænlandsvinir
- Kalak Vinafélag Íslands og Grænlands
- Flugfélag Íslands Taktu flugið
- Penninn Styður starf Hróksins og félaga á Grænlandi!
- Íslenskt grænmeti Styður starf Hróksins og félaga á Grænlandi
- Henson Laaangflottastur!
- Bónus
- Cintamani Flottar flíkur í fimbulkulda
- Sögur útgáfa
- Actavis Hagur í heilsu
- Ísspor Verðlaunagripir
- Atlantsolía
- Fjallið Hvíta
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.