Leita í fréttum mbl.is

Vinningarnir mættir!

 

hundarnir í forgrunni, séð yfir bæinn og ísi lagt scoresbysundiðTíu kassar með vinningum á skákmótin í Scoresbysundi, skákvörum, hundrað Bónuspáskaeggjum og völdu grænmeti fóru í gær með Flugfélagi Íslands á leiðarenda. Flugfélagið hefur í gegn um tiðina verið afar sanngjarnt við Hrókinn og erfiðlega hefði gengið að setja upp á þriðja tug leiðangra án aðstoðar þess. Leiðangursfólk er komið í gírinn og pælt í því hvaða fatnað skal taka með, því þó veturinn hafi verið með mildasta móti á Grænlandi þá er aldrei að vita. Um tíu gráðu frost hefur verið að undanförnu sem þykir nú ekkert sérstakt!

Þess ber þó að geta að þegar góðir dagar, með um 0°c og sól, er ekkert minna en dásamlegt að rölta hring um bæinn, enda er hann byggður í hring, horfa yfir ísilagt breiðasta sund heims og hlusta á spangól sleðahundanna.

Já, það getur verið býsna fallegt í Ittoqqortoormiit.

Myndina tók Andri Thorstensen um páskana 2008

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Leiðangursmenn

,,Við erum ein fjölskylda"
,,Við erum ein fjölskylda"

Fréttir af landnámi skákarinnar og starfi Hróksins og Kalak á Grænlandi.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband