Leita í fréttum mbl.is

Fyrsta skákmótið vel heppnað

Nú hafa hin fjögur fræknu verid i Ittoqqortoormiit i tæpa tvo daga. Hætt var við millilendingu í Kulusuk vegna veðurs og flogid beint hingað. Bærinn tók svo sannarlega vel a moti okkur, sólin heilsaði með brosi, rett eins og íbúarnir sem biðu okkar a þyrlupallinum. Vid fengum hjálp við að ferja töskurnar í gráu höllina, á heimasmíðuðum sleðum sem dregnir eru af snjósleðum. Ein taska lenti a hrakhólum og voru unnin þrekvirki vid ad drösla henni í gegnum snævi þakinn bæinn.

Veðrið var yndislegt í gær, en í nótt skall á stormur og í dag hefur verið blindbylur. Leiðangursmenn dúðuðu sig því upp, og örkuðu í skólann til að halda fyrsta skákmótið af mörgum. Um 40 krakkar mættu til að hita upp fyrir skákveisluna sem framundan er, og var keppt í fimm aldursflokkum.

Stelpurnar sýndu að þær eru engir eftirbátar strákanna, enda hafa þær eignast flotta fyrirmynd í Ingu. Á morgun býðst svo öllum sem vilja að spreyta sig á móti henni í fjöltefli og er spenningur kominn í mannskapinn -- ekki bara krakkana heldur líka Arne aðstoðarskólastjóra, sem vonast til að eiga roð í íslensku skákdrottninguna.

Sigurvegarar dagsins fengu verðlaunagripi og allir keppendur fengu boli og húfi frá bakhjörlunum okkar frábæru. Í sjónum í dag hafa leiðangursmenn líka hugsað mjög hlýtt til snillinganna hjá Cintamani sem útveguðu hlý föt til fararinnar!

Í gærkvöldi var okkur boðið í mat og brögðuðu flest okkar moskuxakjöt í fyrsta sinn. Á morgun förum við aftur í matarboð og þá fáum við -- jú, einmitt, moskuxakjöt.

Við hlökkum til framhaldsins og markmiðið er að vera skákgyðjunni til sóma. Auk fjölteflisins á morgun munum við heimsækja tólf ára krakkana í skólann í fyrramálið, og svo verða stór mót um helgina. Við ætlum okkur að halda í þessi bros, sem hér prýða hvert andlit!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Leiðangursmenn

,,Við erum ein fjölskylda"
,,Við erum ein fjölskylda"

Fréttir af landnámi skákarinnar og starfi Hróksins og Kalak á Grænlandi.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband