18.4.2011 | 17:26
Bónusmótið mikla
Bónusmótinu var að ljúka hér í Itto og var mikið stuð í skólanum. Vinningar voru í boði Bónus og Eymundsson og vöktu þeir vægast sagt mikla lukku. Allir voru leystir út með páskaeggjum, enda er páskafríið byrjað hjá krökkunum.
Í eldri flokkinum sigraði Lars Simonsen í dag. Í öðru sæti var Aasa Andersen og Aqqalu Brönlund krækti í þriðja sætið.
Þátttakendur í mótinu voru um 50 talsins og efsta sæti í yngri flokkinum náði Angunnguaq Pike með fullt hús, eða sex vinninga. Í öðru sæti var Leo Brönlund, Jeremias Madsen var í þriðja sæti og Theodor Napatoq í því fjórða. Efst af stelpunum, í fimmta sæti, var Sikkerninnguaq Lorentzen, en hún er algjör snillingur og hefur verið sérleg hjálparhella okkar hér í skólanum.
Næst á dagskrá er ísbjarnaát hjá stórvini okkar Jarusi og fjölskyldu hans.
Kærar kveðjur! :)
Færsluflokkar
Spurt er
Tenglar
Grænlandsvinir
- Kalak Vinafélag Íslands og Grænlands
- Flugfélag Íslands Taktu flugið
- Penninn Styður starf Hróksins og félaga á Grænlandi!
- Íslenskt grænmeti Styður starf Hróksins og félaga á Grænlandi
- Henson Laaangflottastur!
- Bónus
- Cintamani Flottar flíkur í fimbulkulda
- Sögur útgáfa
- Actavis Hagur í heilsu
- Ísspor Verðlaunagripir
- Atlantsolía
- Fjallið Hvíta
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er ótrúlega spennandi leiðangur og gaman og gott að fylgjast með blogginu frá ykkur. Ég hlakka til að sjá myndir og heyra sögur. Við hér erum bara að borða venjulegt lambakjöt meðan þið gæðið ykkur á þessum framandi og spennandi mat.
Kær kveðja til hinna fjögurra fræknu. Guðrún Gunnarsdóttir (mamma Hrundar)
Gudrun Gunnarsdottir (IP-tala skráð) 19.4.2011 kl. 11:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.