Leita í fréttum mbl.is

Leiðangursfólk komið heim á klakann - af klakanum

Veðrið skartaði sínu allra fegursta þegar ferðalangar trilluðu upp að þyrlupalli upp úr hádeginu. Þær Gudrun og Emilia, tólf ára skákdrottningar auk hálfrar stórfjölkyldunnar hans Jaerusar Napatoq-Arqe fylgdu genginu og þegar allir höfðu knúsast var hoppað upp í þyrluna. Árni frá Nonna travel var fimmti farþegi þyrlunnar sem flogið var af honum Sverri sem  starfar hjá Air Greenland.

Ferðin tókst í alla staði frábærlega og allt gekk upp. Tvo daga þessa vikuna var leiðindastormur og þokkalega kalt, annars fallegtasta veður og ekki mikið meira en mínus tíu gráður!

Þeir fimmtíu krakkar sem komu í skólann nær daglega í páskafríinu sínu voru í banastuði og haldin voru þrjú stórmót, aldursflokkamót auk þess sem Inga tefldi fjöltefli við tæplega 40 manns. Fimm náðu jöfnu en enginn þátttakenda lagði meistarann.

Moskuxaveislurnar urðu tvær, eða kannski þrjár því síðasta kvöldið var pizza hjá þeim Karinu og Martin, hjálparhellum Hróksins og var ein með moskuxakjöti og jalapeno. Ísbjarnarlæri með kartöflum í karrísósu var mánudagsmaturinn.

Við bætum við sögum, af nógu er að taka enda snjósleða-, hundasleðaferðir og ísbirnir efni í heilu bálkana. En aðalatriðið er að krakkarnir voru hamingjusamir yfir skákvikuna, fullorðna fólkið var afar hjálplegt og þakklátt og skáktrúboðarnir í skýjunum yfir vellukkaðri ferð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Leiðangursmenn

,,Við erum ein fjölskylda"
,,Við erum ein fjölskylda"

Fréttir af landnámi skákarinnar og starfi Hróksins og Kalak á Grænlandi.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband