Leita í fréttum mbl.is

Töfrar og taflmennska í Itto!

Ittoqqortoormiit í sólinni

Nú er liðin vika frá heimkomu og ég er rétt svo að skríða niður á jörðina eftir þessa ævintýraferð sem gerði svo miklu MIKLU meira en að standa undir væntingum! Því er við hæfi að líta aðeins um öxl ... ég ætla þó aðallega að láta myndirnar tala sínu máli enda segja þær meira en þúsund orð!

Ittoqqortoormiit tók á móti okkur með sól og fögrum fyrirheitum um vikuna framundan. Útsýnið á leiðinni þangað var með ólíkindum fallegt og ég vissi strax að ég myndi ekki leggja frá mér myndavélina alla ferðina. Það átti eftir að standast!

Þrátt fyrir ísskápsleysi (í fyrstu) og svartan ruslapoka í stað vatnssalernis fannst mér Gráa höllin virkilega notaleg enda mjög þægilegt að vera í nágrenni skólans. Fyrsti dagurinn fór í að koma sér fyrir og rölta um bæinn í sólinni, dásamlegt...og um kvöldið héldum við Tim út í myrkrið með myndavélarnar (ekki í síðasta sinn). Spangólið í hundunum myndaði magnaða sinfóníu sem gerði útiveru á kvöldin einstaklega eftirminnilega, auk þess sem hugurinn var ósjálfrátt stilltur inn á að skima eftir ísbjörnum. Alveg einstök tilfinning... ;) hundur

Ég er almennt ekki mikið fyrir að mynda dýr en þessa viku tók ég eflaust þúsund myndir af hundum... þvílík dýr, þessir sleðahundar! Þeir eru vissulega grimmir og mér varð nóg um þegar einn gerðist svo vinalegur að hann sleikti mig í framan, en þeir eru mun spakari en ég bjóst við og sumir voru alveg til í að pósa aðeins fyrir okkur myndavélanördin, hahaha.

_mg_8941.jpg

Þessi hérna vinstra megin var einn af hundunum sem fóru með okkur Tim og Ingu til Kap Topin en eitthvað varð honum uppsigað við félaga sinn... hjörtun í okkur snarminnkuðu við að fylgjast með grimmilegum slagnum en stuttu síðar drógu þeir okkur samt um ísinn eins og herforingjar á meðan við dáðumst að ótrúlegu útsýninu á hjarninu. Þvílík fjallasýn!

Ísbirnir voru ofarlega á óskalista ferðalanga þessa viku og fengum við bæði að kynnast þeim lifandi og liðnum. Skiptar skoðanir voru á ágæti ísbjörns í karrý en það var óneitanlega gaman að smakka. Tveir bangsar, birna með hún, voru svo ljúfir að láta sjá sig í nágrenni þorpsins og hef ég sjaldan verið eins spennt eins og þegar snillingurinn Jaerus brunaði með okkur á vélsleðanum til að ná í "skottið" á þeim mæðginum.

_mg_9238.jpg Tilgangur ferðarinnar var að sjálfsögðu að heiðra skákgyðjuna og gera okkar besta til að laða fram bros á vörum barnanna í Itto, sem ekki hafa það eins gott og við hér heima. Það tókst svo sannarlega og í ljós kom að það er hægt að tefla hvar sem er...._mg_9387.jpg

 

 

 

 

 

 

 

Fólkið og ekki síst krakkarnir í Itto eru snillingar upp til hópa og á þessum stutta tíma eignuðumst við vini sem okkur þykir vænt um. Guðrún og Emilia voru duglegar að elta okkur um bæinn og hjálpa til þegar þær gátu... og undir lok vikunnar voru þær farnar að skrifa í snjóinn að skák væri skemmtileg. Mission accomplished! :D Þetta eru þær stöllur:

_mg_9096.jpg

Ég er óendanlega þakklát fyrir að hafa fengið að koma með í þessa ógleymanlegu ferð. Markmiðið var virðingarvert, árangurinn gefandi, dvölin skemmtileg og ferðafélagarnir vægast sagt frábærir!

Ég mun skrifa grein um ferðina í næsta tölublað Mannlífs, sem kemur út undir lok maímánaðar, og mun setja slatta af myndum á flickr-síðuna mína (flickr.com/_rainbowgirl).

Að lokum þakka ég KÆRLEGA fyrir mig, vonandi verður  hægt að halda þessu frábæra starfi Hróksins á Grænlandi gangandi sem allra allra lengst.

 

Kærar kveðjur, Hrund Þórsdóttir

_mg_8438.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

æ, gott að stelpunni fannst gaman. sem er ekki undarlegt, laaaangflottasta land í heimi. lang...

gott hjá þér að setja myndir, snilli. og það er rétt hjá þér, Jaerus er snilli og ekkert minna en það.

hérna rétt norðan við flateyri er ævintýrabær við ævintýrasund. algjörlega.

arnar valgeirsson, 27.4.2011 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Leiðangursmenn

,,Við erum ein fjölskylda"
,,Við erum ein fjölskylda"

Fréttir af landnámi skákarinnar og starfi Hróksins og Kalak á Grænlandi.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband