4.3.2012 | 23:57
Næsta stopp: Ittoqqortoormiit
Undirbúningur fyrir heimsókn Hróksmanna til Ittoqqortoormiit við Scoresbysund, sjöttu páskana í röð, er hafinn.
Nýr skólastjóri grunnskólans, Jens Ravnskjær, hlakkar til að hitta leiðangursmenn og sjá nemendur sína dvelja í skólanum sínum meira og minna allt páskafríið, af fúsum og frjálsum vilja. Við skákiðkun!
Fjórir skáktrúboðar munu ferðast með Flugfélagi Íslands til hins einmananlega alþjóðaflugvallar Constable pynt þann 31. mars og fara þaðan með þyrlu frá Air Greenland yfir í þetta magnaða þorp þar sem um 470 búa í einangrun. Þó eru einhver hundruð hunda í bænum og ísbirnir ekki langt undan. Stundum bara nánast við bæjardyrnar.
Kalak, vinafélag Íslands og Grænlands, hefur tekið virkan þátt í undirbúningi og aðstoðað á allan hátt. Skákkennsla verður í fyrirrúmi en sett verða upp mót, nánast daglega, fjöltefli og það er ljóst að krakkarnir munu taka ferðalöngunum fagnandi.
Ekki síst hann Paulus Napatoq, sem nú er á tuttugasta aldursári en hann lærði mannganginn árið 2007 og gerði sér lítið fyrir og vann 60 manna mót árinu síðar. Það þykir ekki slæmt þegar maður er blindur!
Þeir félagar; Stefán Bergsson, framkvæmdastjóri Skákakademíu Reykjavíkur og skákkennari, Hrafn Jökulsson, forseti Hróksins, Jón Birgir Einarsson félagi í Skákfélagi Vinjar og mannvinur hinn mesti og svo Arnar Valgeirsson leiðangursstjóri, hlakka heldur betur til.
Scoresbysund er um 350km langur fjörður og 80km breiður - sem gerir hann að stærsta firði heims - er stórkostlegur í alla staði. Ittoqqortoormiit er grænlenskara en allir aðrir grænlenskir bæir og þarna komast menn svo sannarlega í snertingu við náttúruna. Norðurljósin æða yfir bæinn undir spangóli hundanna í fallegu veðri, svona milli þess sem að stormur æðir yfir og frostið getur bitið í bossan. Hitinn er yfirleitt frá ca 0°og allt að mínus 30°á þessum árstíma.
Fjöldi fyrirtækja gefur vinninga á mótin og öll börnin fá vinning. Í Ittoqqortoormiit er það enginn sem tapar á mótunum, allir eru sigurvegarar.
Færslur munu detta inn, hver á fætur annarri, næsta mánuðinn.
Gens una Sumus - við erum ein fjölskylda!
Færsluflokkar
Spurt er
Tenglar
Grænlandsvinir
- Kalak Vinafélag Íslands og Grænlands
- Flugfélag Íslands Taktu flugið
- Penninn Styður starf Hróksins og félaga á Grænlandi!
- Íslenskt grænmeti Styður starf Hróksins og félaga á Grænlandi
- Henson Laaangflottastur!
- Bónus
- Cintamani Flottar flíkur í fimbulkulda
- Sögur útgáfa
- Actavis Hagur í heilsu
- Ísspor Verðlaunagripir
- Atlantsolía
- Fjallið Hvíta
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.