Leita í fréttum mbl.is

Næsta stopp: Ittoqqortoormiit

6060960835_612bd967cb.jpgUndirbúningur fyrir heimsókn Hróksmanna til Ittoqqortoormiit við Scoresbysund, sjöttu páskana í röð, er hafinn.

Nýr skólastjóri grunnskólans, Jens Ravnskjær, hlakkar til að hitta leiðangursmenn og sjá nemendur sína dvelja í skólanum sínum meira og minna allt páskafríið, af fúsum og frjálsum vilja. Við skákiðkun!

images2_1139292.jpgFjórir skáktrúboðar munu ferðast með Flugfélagi Íslands til hins einmananlega alþjóðaflugvallar Constable pynt þann 31. mars og fara þaðan með þyrlu frá Air Greenland yfir í þetta magnaða þorp þar sem um 470 búa í einangrun. Þó eru einhver hundruð hunda í bænum og ísbirnir ekki langt undan. Stundum bara nánast við bæjardyrnar.

Kalak, vinafélag Íslands og Grænlands, hefur tekið virkan þátt í undirbúningi og aðstoðað á allan hátt. Skákkennsla verður í fyrirrúmi en sett verða upp mót, nánast daglega, fjöltefli og það er ljóst að krakkarnir munu taka ferðalöngunum fagnandi.

Ekki síst hann Paulus Napatoq, sem nú er á tuttugasta aldursári en hann lærði mannganginn árið 2007 og gerði sér lítið fyrir og vann 60 manna mót árinu síðar. Það þykir ekki slæmt þegar maður er blindur!

Þeir félagar; Stefán Bergsson, framkvæmdastjóri Skákakademíu Reykjavíkur og skákkennari, Hrafn Jökulsson, forseti Hróksins, Jón Birgir Einarsson félagi í Skákfélagi Vinjar og mannvinur hinn mesti og svo Arnar Valgeirsson leiðangursstjóri, hlakka heldur betur til. 

images.jpgScoresbysund er um 350km langur fjörður og 80km breiður - sem gerir hann að stærsta firði heims - er stórkostlegur í alla staði. Ittoqqortoormiit er grænlenskara en allir aðrir grænlenskir bæir og þarna komast menn svo sannarlega í snertingu við náttúruna. Norðurljósin æða yfir bæinn undir spangóli hundanna í fallegu veðri, svona milli þess sem að stormur æðir yfir og frostið getur bitið í bossan. Hitinn er yfirleitt frá ca 0°og allt að mínus 30°á þessum árstíma.

Fjöldi fyrirtækja gefur vinninga á mótin og öll börnin fá vinning. Í Ittoqqortoormiit er það enginn sem tapar á mótunum, allir eru sigurvegarar.

Færslur munu detta inn, hver á fætur annarri, næsta mánuðinn.

Gens una Sumus - við erum ein fjölskylda!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Leiðangursmenn

,,Við erum ein fjölskylda"
,,Við erum ein fjölskylda"

Fréttir af landnámi skákarinnar og starfi Hróksins og Kalak á Grænlandi.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband