10.3.2012 | 19:28
Tilhlökkun
Eins og sjá má á þessum myndum er ekki undarlegt að skáktrúboðarnir séu farnir að hlakka til. Ittoqqortoormiit er bær sem er einstæður. Merkilegt að þarna á 70° norðlægrar breiddar skuli búa tæplega fimm hundruð manns, en byggð hefur verið þarna í ein 70 ár eða rúmlega það. Þá fluttu Danir nokkrar fjölskyldur þangað uppeftir eftir að Norðmenn voru farnir að sýna þessari eyju einum of mikinn áhuga að mati Dana. Fluttu fólkið frá Ammassalik svæðinu, en það eru tæplega þúsund km þarna á milli.
Það hefur væntanlega verið ótrúlega erfitt að alast upp í svo mikilli einangrun, en samgöngur eru þó ágætar núorðið. Flogið er tvisvar í viku að flugvellinum Constable Pynt og þyrla fer svo í bæinn, 50 km leið. Ef hún er full, eða ekki flogið, er hægt að fara með snjósleða, eða hundasleða sem þó tekur býsna langan tíma. Það lítur út fyrir að ferðalangar ferðist með snjósleða á leið frá bænum að flugvelli. Það verður klárlega ævintýri og klárlega kallt.
Þessi birna var að spóka sig með hún nánast við bæjardyrnar í fyrra. Það er ekki gaman að lenda í svona dýri, það er nokkuð ljóst. En krúttleg er hún svona í fjarska!
Jens Ravnskjær. skólastjóri, er að vinna í því að finna ferðalöngum gott húsnæði og hann hefur fengið plan í hendur. Hreinlega stundaskrá þar sem farið er yfir tíma í kennslu og mótum, fjöltefli og öllu sem viðkemur skákinni.
Þetta verður að öllum líkindum stórvel heppnað. Þá er bara eftir að pakka niður nokkrum skákklukkum, vinningum sem reyndar eru í kassavís handa krökkunum, bikurum og verðlaunapeningum og senda fljótlega með Flugfélagi Íslands sem einmitt hefur ávallt komið afskaplega vel til móts við Hrókinn og Kalak vegna bæði skákar og heimsóknar barna sem koma til Íslands að læra að synda. Þess má geta að í fyrstu heimsókn Hróksfólks í Ittoqqortoormiit við Scoresbysund um páskana 2007 fengu bæjarbúar ein fimmtíu skáksett og er megnið af þeim í skólanum.
Hrafn, Stefán, Jón Birgir og Arnar telja niður dagana.
Gens una Sumus - við erum ein fjölskylda.
Færsluflokkar
Spurt er
Tenglar
Grænlandsvinir
- Kalak Vinafélag Íslands og Grænlands
- Flugfélag Íslands Taktu flugið
- Penninn Styður starf Hróksins og félaga á Grænlandi!
- Íslenskt grænmeti Styður starf Hróksins og félaga á Grænlandi
- Henson Laaangflottastur!
- Bónus
- Cintamani Flottar flíkur í fimbulkulda
- Sögur útgáfa
- Actavis Hagur í heilsu
- Ísspor Verðlaunagripir
- Atlantsolía
- Fjallið Hvíta
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.