27.3.2012 | 21:17
Grænlandsmót á Haítí á miðvikudagskvöld!
Þar verða leiðangursmenn í ferð Hróksins og Kalak til Ittoqqortoormiit, en þar verður haldin mikil skákhátíð um páskana.
Skákhátíðin í Ittoqqortoormiit, sem er afskekktasta þorp norðurslóða, markar upphafið að tíunda starfsári Hróksins og Kalak við útbreiðslu skáklistarinnar á Grænlandi.
Mótið á Haítí er kærkomið fyrir hina fjölmörgu Grænlandsvini meðal skákáhugamanna, en allir eru hjartanlega velkomnir.
Tefldar verða 7 umferðir og eru 12 mínútur í pottinum fyrir hverja skák. Stigalægri keppendur fá tímaforgjöf gegn hinum sterkari, svo spennan eykst til muna.
Kaffi Haítí er við Geirsgötu 7B (rétt hjá Hamborgarabúllunni) og þar er tvímælalaust besta kaffi í bænum og aðrar ljúffengar veitingar.
Þátttaka er ókeypis, en Arnar Valgeirsson leiðangursstjóri til norðurslóða tekur við frjálsum framlögum, sem notuð verða til kaupa á gjöfum handa börnunum í Ittoqqortoormiit.
Færsluflokkar
Spurt er
Tenglar
Grænlandsvinir
- Kalak Vinafélag Íslands og Grænlands
- Flugfélag Íslands Taktu flugið
- Penninn Styður starf Hróksins og félaga á Grænlandi!
- Íslenskt grænmeti Styður starf Hróksins og félaga á Grænlandi
- Henson Laaangflottastur!
- Bónus
- Cintamani Flottar flíkur í fimbulkulda
- Sögur útgáfa
- Actavis Hagur í heilsu
- Ísspor Verðlaunagripir
- Atlantsolía
- Fjallið Hvíta
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 1572
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.