Leita í fréttum mbl.is

Grænlandsmót á Haítí á miðvikudagskvöld!

Kveðja frá GrænlandiGrænlandsmótið í skák verður haldið á Kaffi Haítí við Reykjavíkurhöfn miðvikudagskvöldið 28. mars klukkan 20.30.

Þar verða leiðangursmenn í ferð Hróksins og Kalak til Ittoqqortoormiit, en þar verður haldin mikil skákhátíð um páskana.

Skákhátíðin í Ittoqqortoormiit, sem er afskekktasta þorp norðurslóða, markar upphafið að tíunda starfsári Hróksins og Kalak við útbreiðslu skáklistarinnar á Grænlandi.

Mótið á Haítí er kærkomið fyrir hina fjölmörgu Grænlandsvini meðal skákáhugamanna, en allir eru hjartanlega velkomnir.

Tefldar verða 7 umferðir og eru 12 mínútur í pottinum fyrir hverja skák. Stigalægri keppendur fá tímaforgjöf gegn hinum sterkari, svo spennan eykst til muna.

Kaffi Haítí er við Geirsgötu 7B (rétt hjá Hamborgarabúllunni) og þar er tvímælalaust besta kaffi í bænum og aðrar ljúffengar veitingar.

Þátttaka er ókeypis, en Arnar Valgeirsson leiðangursstjóri til norðurslóða tekur við frjálsum framlögum, sem notuð verða til kaupa á gjöfum handa börnunum í Ittoqqortoormiit.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Leiðangursmenn

,,Við erum ein fjölskylda"
,,Við erum ein fjölskylda"

Fréttir af landnámi skákarinnar og starfi Hróksins og Kalak á Grænlandi.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband