Leita í fréttum mbl.is

Páskahátíđ á Grćnlandi: Skák í afskekktasta ţorpi norđurslóđa

Gleđin tćrSkákhátíđ verđur haldin um páskana í grćnlenska ţorpinu  Ittoqqortoormiit, sem er á 70. breiddargráđu, 800 kílómetra frá nćsta byggđa bóli. Ađ hátíđinni standa Hrókurinn og Kalak, vinafélag Íslands og Grćnlands. Heimsóknin markar upphaf 10. starfsár liđsmanna Hróksins og Kalak, međal grćnlenskra barna.

Séđ yfir IttoqqortoormiitHeimsóknin nú stendur frá 31. mars til 7. apríl og verđur fjölbreytt skákdagskrá í skólanum. Rúmlega 100 börn búa í  Ittoqqortoormiit, sem telja má afskekktasta ţorpi á norđurhveli jarđar. Alls eru íbúar nú tćplega 500 og hafa flestir viđurvćri af veiđum og ţjónustu.

Ţetta er fimmta páskaheimsóknin í röđ til  Ittoqqortoormiit, og hátíđin er orđin fastur liđur í mannlífinu. Langflest börnin í ţorpinu kunna nú mannganginn og eiga taflborđ, og bíđa spennt eftir skákhátíđinni um páskana.

SermersooqMargir leggjast á eitt svo hátíđin heppnist sem best. Menningar- og tómstundaráđ sveitarfélagsins Sermersooq og NunaFonden veittu fjárhagslegan stuđning.

nunafondenBónus gefur 100 páskaegg í vinninga á barnaskákmótum, og fjölmargir leggja til vinninga og verđlaun, m.a. Ísspor, Penninn/Eymundsson, Atlantsolía, Sögur útgáfa, Íslenskt grćnmeti, Actavis og Fjalliđ hvíta.

Ţá gefur Cintamani veglega vinninga handa börnunum og leggur leiđangursmönnum til skjólfatnađ, enda allra veđra von svo norđarlega á Grćnlandi.

Leiđangursstjóri er Arnar Valgeirsson, sem hefur stjórnađ skákvćđingunni í  Ittoqqortoormiit frá upphafi. Liđsmenn hans verđa Hrafn Jökulsson, Jón Birgir Einarsson og Stefán Bergsson.

Grćnlandskvöld á Haítí á miđvikudagskvöld

images2_1139292.jpgMiđvikudagskvöldiđ 28. mars efna Grćnlandsfararnir og ađrir velunnarar til Grćnlandsmóts á Kaffi Haítí viđ Geirsgötu 7b. Gleđin hefst klukkan 20.30 og eru allir velkomnir.

Tefldar verđa 6 umferđir međ tímaforgjöf. Ţátttökugjöld eru engin, en leiđangursstjóri mun taka viđ framlögum í verđlaunakaupasjóđ!

Sigurvegari Grćnlandsmótsins 2003 hylltur.Grćnlendingar eru nćstu nágrannar Íslendinga. Hrókurinn hélt fyrsta alţjóđlega skákmótiđ í sögu Grćnlands áriđ 2003. Međal keppenda voru Friđrik Ólafsson, Halldór Blöndal, Jonathan Motzfeldt, Ivan Sokolov, Luke McShane, Regina Pokorna og Ivan Sokolov.

Síđan 2004 hefur öll áhersla veriđ lögđ á skákviđburđi á austurströnd Grćnlands, og veglegar skákhátíđir hafa veriđ haldnar í Tasiilaq og öll ţorpin á Austur-Grćnlandi heimsótt. Vel á annađ ţúsund grćnlensk börn hafa fengiđ taflsett ađ gjöf, og heimamenn hafa stofnađ til skákfélaga í nokkrum ţorpum.

Fréttir af leiđangrinum til Grćnlands verđa sagđar hér á Góđum granna. Viđ hvetjum ykkur til ađ fylgjast međ, og kynnast í leiđinni töfraheimi Grćnlands.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Leiðangursmenn

,,Við erum ein fjölskylda"
,,Við erum ein fjölskylda"

Fréttir af landnámi skákarinnar og starfi Hróksins og Kalak á Grænlandi.

Fćrsluflokkar

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband