Leita í fréttum mbl.is

,,Vi spiller skak!" hrópa börnin í ísbjarnarbænum á 70. breiddargráðu

,,Vi spiller skak!" hrópuðu börnin í Ittoqqortoormiit, þegar skáktrúboðar Hróksins og Kalak birtust á sólríkum laugardegi, þar sem hin mikla móðir lífsins stráði geislum sínum yfir ísbreiðuna.

Börnin í afskekktasta þorpi heims hafa hlakkað í allan vetur til heimsóknar íslensku skákmannanna: Framundan er hátíð á 70. breiddargráðu.

Hér eru húsin, flest hver, á kafi í snjó. Hlekkjaðir sleðahundar flytja aríur um það hlutskipti að vera ólaðir niður meðan víðernin kalla.

DSC_0127Börnin, þessi dásamlegu grænlensku börn, hoppa og skoppa í frostinu; kjá framan í skrýtnu Íslendingana sem eru bæði með skáklistina í farteskinu, og öll páskaeggin og gjafirnar frá íslenskum vinum.

Það eru forréttindi að fá að eyða páskavikunni 800 kílómetra frá næsta byggða bóli, í bænum þar sem ísbirnir eru næsta daglegir gestir, í þorpinu þar sem börnin fá að kynnast lífinu á hinum einu sönnu norðurslóðum.

DSC_0123,,Vi spiller skak!" hrópa þau, glaðbeitt, og á morgun byrjar hátíðin mikla í Ittoqqortoormiit -- þorpi hinna stóru húsa einsog það heitir á grænlensku -- þorpinu sem við Íslendingarnir höfum bundist ástfóstri við.

Hátíðin er rétt að byrja: Fylgist með á Myndaalbúm frá degi 1: Hrafn Jökulsson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Leiðangursmenn

,,Við erum ein fjölskylda"
,,Við erum ein fjölskylda"

Fréttir af landnámi skákarinnar og starfi Hróksins og Kalak á Grænlandi.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband