31.3.2012 | 21:49
,,Vi spiller skak!" hrópa börnin í ísbjarnarbænum á 70. breiddargráðu
Börnin í afskekktasta þorpi heims hafa hlakkað í allan vetur til heimsóknar íslensku skákmannanna: Framundan er hátíð á 70. breiddargráðu.
Hér eru húsin, flest hver, á kafi í snjó. Hlekkjaðir sleðahundar flytja aríur um það hlutskipti að vera ólaðir niður meðan víðernin kalla.
Börnin, þessi dásamlegu grænlensku börn, hoppa og skoppa í frostinu; kjá framan í skrýtnu Íslendingana sem eru bæði með skáklistina í farteskinu, og öll páskaeggin og gjafirnar frá íslenskum vinum.
Það eru forréttindi að fá að eyða páskavikunni 800 kílómetra frá næsta byggða bóli, í bænum þar sem ísbirnir eru næsta daglegir gestir, í þorpinu þar sem börnin fá að kynnast lífinu á hinum einu sönnu norðurslóðum.
,,Vi spiller skak!" hrópa þau, glaðbeitt, og á morgun byrjar hátíðin mikla í Ittoqqortoormiit -- þorpi hinna stóru húsa einsog það heitir á grænlensku -- þorpinu sem við Íslendingarnir höfum bundist ástfóstri við.
Hátíðin er rétt að byrja: Fylgist með á Myndaalbúm frá degi 1: Hrafn Jökulsson.
Færsluflokkar
Spurt er
Tenglar
Grænlandsvinir
- Kalak Vinafélag Íslands og Grænlands
- Flugfélag Íslands Taktu flugið
- Penninn Styður starf Hróksins og félaga á Grænlandi!
- Íslenskt grænmeti Styður starf Hróksins og félaga á Grænlandi
- Henson Laaangflottastur!
- Bónus
- Cintamani Flottar flíkur í fimbulkulda
- Sögur útgáfa
- Actavis Hagur í heilsu
- Ísspor Verðlaunagripir
- Atlantsolía
- Fjallið Hvíta
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.