Leita í fréttum mbl.is

Ballið er byrjað í ísbjarnarbænum: Meira en 40 keppendur fyrsta daginn!

Framtíðarsóknarmenn Barcelona og Caissu!Leikgleðin var í aðalhlutverki þegar leiðangursmenn Hróksins og Kalak blésu til fyrsta stórmótsins í Ittoqqortoormiit, einangraðsta þorpi norðurslóða. Þar með hófst páskaskákhátíðin, fimmta árið í röð og er óhætt að segja að skákin hafi slegið ærlega í gegn í þessum 470 bæ, þar sem ísbirnir eru einatt á vappi.

Skákprinsessa á GrænlandiKeppt var í nokkrum aldursflokkum og í flokki 9 til 12 ára urðu Ivan, Niels og Didu í efstu sætum eftir jafna og skemmtilega baráttu.

Í flokki 13 til 16 ára var keppendur skipt í tvo riðla vegna mikillar þátttöku. Í A-flokki  tefldu bræðurnir Sikkersooq og Aannquaq til úrslita, og þar sigraði sá fyrrnefndi eftir æsispennandi skák sem vakti mikla athygli. Næst komu Seth og Janu.

Í hinum flokkum urðu systurnar Sara og Sikkerninnguaq efastar og jafnar, og deildu gullverðlaunum.

Flokkur 17 ára og eldri var vel skipaður en táningurinn Emil Arge gaf engin grið og sigraði í öllum skákum sínum.

DSC_0996Helstu hjálparhellur við mótshaldið voru Knud Eliasson kennari og heiðursfélagi Hróksins, auk þess sem við nutum dyggrar aðstoðar hinnar ungu Sikkerninnguaq, sem er uppvaxandi skipuleggjandi ekki síður en skákdrottning.

Frábær byrjun á 70. breiddargráðu.

Í fyrramálið förum við í heimsókn í skólann, og allt skólalíf verður lagt undir skáklistina. Seinnipartinn munu svo Hrafn Jökulsson og Stefán Bergsson tefla fjöltefli við börn og fullorðna og má búast við glens og gamni.

Bæjarbúar hafa tekið okkur tveimur höndum, enda er þetta fimmta árið í röð sem leið Hróksins og Kalak liggur til Ittoqqortoormiit. Heimsóknin núna markar jafnframt upphafið að tíunda starfsári Hróksins á Grænlandi.

Það er líka gaman að finna hve Grænlendingar hafa Íslendinga í miklum hávegum og líta á þá sem nánustu vini sína og samherja í heiminum.

Og við getum með sanni sagt að það eru forréttindi að eiga slíka nágranna, því ekkert land í heiminum jafnast á við Grænland og fólkið hér er einstaklega velviljað, hjálpsamt og elskulegt.

Áfram Grænland!

Myndaalbúm frá fyrsta mótinu 2012!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Leiðangursmenn

,,Við erum ein fjölskylda"
,,Við erum ein fjölskylda"

Fréttir af landnámi skákarinnar og starfi Hróksins og Kalak á Grænlandi.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband