Leita í fréttum mbl.is

Eintómir snillingar

529091_10150798987028338_538163337_11874683_1892333544_n.jpg

Þessir heiðurspiltar eru þrír af fjórum leiðangursmönnum Hróksins og Kalak. Stefán Bergsson, framkvæmdastjóri Skákakademíunnar og skákkennari, Hrafn Jökulsson, forseti Hróksins og upphafsmaður Grænlandsferðanna. Fyrir hans tilstilli hafa öll þorp austurstrandarinnar verið heimsótt í yfir 20 ferðum og nálægt 1000 skáksetta gefin börnum og í skóla. Lengst til hægri er Jón Birgir Einarsson, frábær liðsmaður og ekki kemur að sök að drengurinn er sálfræðimenntaður! Sá fjórði var Arnar Valgeirsson.

575035_10150804293253338_538163337_11895723_1825574145_n.jpg

Þessir heiðursmenn voru leiðangursmönnum innan handar enda ánægðir með skákveisluna. Til vinstri er Jens Christian, húsvörður í grunnskólanum og sex barna faðir. Til hægri er naglinn hann Jaerus Arqe, sjö barna faðir sem hefur margsinnis boðið leiðangursmönnum undanfarinna ára í mat. Nú bauð hann uppá moskuxa eða sauðnaut, sem hann að sjálfsögðu veiddi sjálfur. Áður hefur hann boðið upp á ísbjarnarlæri í karrýsósu og rostung, svona meðal annars. Þeir piltarnir buðust til að "skutla" skáktrúboðunum 35 km vegalengd að Constable Pynt flugvellinum á snjósleðum. Það var hressandi en nokkuð kallt!

580593_10150804288103338_538163337_11895652_2127041075_n.jpg

 Þessir heiðursmenn héngu bara í Ittoqqortoormiit í frostinu. Gera má ráð fyrir að þetta séu allt karlar enda stranglega bannað að fella birnur með húna sína, nema í algjörri sjálfsvörn. Það getur verið grimmt lífið þarna á 70° breiddar, en það borgar sig allavega ekki að bögga bæjarbúa, þeir vilja enga bjössa í bæinn þegar börnin eru úti að leika sér.

543180_10150801660803338_538163337_11886973_200094099_n.jpg

En allt snýst þetta nú um skákina og veislu í heila viku. Börnin eru algjörlega æst í að fara í skólann, jafnvel þó komin séu í páskafrí og tefla sem enginn sé morgundagurinn. Þau yngri skemmta sér konunglega og sýna gríðarlegar framfarir. Leiðist sko ekki þegar verðlaunaafhendingin fer fram, enda fá allir vinninga. Hér eru allir sigurvegarar, enginn sem tapar. Hvort sem maður er ungur að uppgötva tilveruna, eða...

b_nus_-_rval_4_1146348.jpg

... eldri og reyndari. Jafnvel hvort maður sé alsjáandi eða blindur. Hér má sjá hinn mikla snilling, Paulus Napatoq sem tekur ekki í mál að láta sjónleysi stoppa sig á nokkurn hátt. Hann fer á skíði, hjólar um á sumrin, rúllar yfir jafnaldra í skák og skreppur út á ísinn á hundasleða. Með byssu um öxl! Á móti honum er frændi hans og vinur, Emil Arqe, sem reyndar gerði sér lítið fyrir og vann fyrsta mótið. Því verður ekki á móti mælt að í hinu einangraða Ittoqqortoormiit við hið magnaða Scoresbysund búa snillingar. Náttúrubörn sem taka Íslendingunum galopnum örmum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Leiðangursmenn

,,Við erum ein fjölskylda"
,,Við erum ein fjölskylda"

Fréttir af landnámi skákarinnar og starfi Hróksins og Kalak á Grænlandi.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband