Leita í fréttum mbl.is

Frá mínus tuttugu í plús fimmtíu og sex!

sermersooq_1147220.pngUm leið og Hrókurinn og Kalak þakka þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem gerðu það að veruleika að öll börnin í Ittoqqortoormiit fengu vinninga á hverju einasta móti sem haldið var vikuna fyrir páska er ekki úr vegi að birta nokkrar myndir úr þessari mögnuðu ferð.

 

nunafonden_1147219.pngÞað er aldeilis heldur ekki úr vegi að þakka Fritids og kulturráði Sermersooq bæjarfélagsins, sem og Nuna fonden innilega fyrir höfðinglega styrki sem gerðu það yfirleitt að verkum að hægt var að leggja í þessa velheppnuðu ferð.

535928_224786527629089_100002932315153_427367_1501835163_n.jpg

Ferðalangar fóru í ansi magnaða ferð í Kap Tobin, eða Tóbínhöfða eins og það var kallað í veðurfréttatímunum áður fyrr. Þar má finna heita lind, 56°C þar sem fólk á það til að baða sig og hugsanlega hefur þessi moskuxi borið þar beinin. Þó má kannski leiða að því líkum að einhverjir hafi tyllt kúpunni á stein eftir ríkulega kvöldmáltíð!

549318_10150815776808338_538163337_11945418_989347131_n.jpg

 Eins og sjá má hefur heldur betur gengið á með éljum í vetur. Ruðningarnir voru tvær til þrjár mannhæðir og í sumum húsum var engin þörf fyrir gardínur.

522870_10150815775548338_538163337_11945411_337530786_n.jpg

Það er engu líkara en þessir birnir góli í frostinu en á meðan á dvöl leiðangursmanna stóð var veðrið að mestu leyti frábært, sól og nánast stilla fyrstu dagana en um 15°C í mínus. Fór upp í mínus tuttugu og þá var nokkuð kallt. Í lokin var ekki eins fallegt veður en minna frost, kannsku um mínus fimm. Þessir birnir höfðu eitthvað verið að spóka sig um á sundinu en enginn veit ævina fyrr en öll er!

579589_10150798995583338_538163337_11874707_1777941884_n.jpg

 Nokkra bíla mátti sjá á kafi við hús en snjósleða eða fjórhjól mátti sjá við hvert hús, svona nánast. Hér sést sleðahundur passa upp á farartæki eiganda síns sem virðist tilbúið til ferðalags út á sundið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Leiðangursmenn

,,Við erum ein fjölskylda"
,,Við erum ein fjölskylda"

Fréttir af landnámi skákarinnar og starfi Hróksins og Kalak á Grænlandi.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband