29.4.2012 | 11:29
Carsten Egevang
Þær Gudrun og Emilie voru alltaf með, og alltaf þvílíkt hressar
Þegar skáktrúboðarnir í Ittoqqortoormiit voru með fjöltefli í ferð sinni, og þeir Hrafn og Stefán deildu á milli sín 99 skákum þar sem hvor tefldi við ríflega tuttugu í einu, mættu tveir danskir félagar með svakalegar myndavélar með enn svakalegri linsum á svæðið. Fyrir þeim fór Carsten Egevang sem þykir einn allra besti arctic ljósmyndari sem finnst og við nánari könnun var fullyrt að hann væri sá besti - á eftir RAX!
Hrafn þarf að vanda sig þegar hann leikur næsta leik gegn Sikki Lorentzen, en hún vann tvö mótanna
Þeir félagar mynduðu uppákomuna en voru strax morguninn eftir á leið í veiðimannakofa í 40 km fjarlægð, semsagt lengst úti á ísnum þar sem Carsten hélt ljósmyndasýningu. Það reyndist ómögulegt fyrir ferðalangana að kíkja á sýninguna, enda bæði langt, kallt og vont færi svo vitað var að snjósleðarnir myndu hoppa og skoppa meirihluta leiðarinnar.
Stefán Bergsson er greinilega í ham í fjölteflinu
Átta manns á fjórum sleðum mættu þó á sýningu Carstens sem var himinlifandi með góða aðsókn. Þeir félagar voru svo samferða Hróks- og Kalakmönnum yfir hafið til Íslands.
Þær fjórar myndir sem fylgja þessari færslu tók Carsten Egevang. Fleiri myndir hans, greinar úr ferðinni og greinar um Grænland yfirleitt má finna á vefsíðu vinafélags Íslands og Grænlands, kalak.is
Carsten er með ljósmyndasíður:
www.carstenegevang.com
og www.arc-pic.com
Færsluflokkar
Spurt er
Tenglar
Grænlandsvinir
- Kalak Vinafélag Íslands og Grænlands
- Flugfélag Íslands Taktu flugið
- Penninn Styður starf Hróksins og félaga á Grænlandi!
- Íslenskt grænmeti Styður starf Hróksins og félaga á Grænlandi
- Henson Laaangflottastur!
- Bónus
- Cintamani Flottar flíkur í fimbulkulda
- Sögur útgáfa
- Actavis Hagur í heilsu
- Ísspor Verðlaunagripir
- Atlantsolía
- Fjallið Hvíta
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.