Leita í fréttum mbl.is

Carsten Egevang

552810_289528467799772_100002278637973_644646_1641490560_n.jpg

Þær Gudrun og Emilie voru alltaf með, og alltaf þvílíkt hressar

Þegar skáktrúboðarnir í Ittoqqortoormiit voru með fjöltefli í ferð sinni, og þeir Hrafn og Stefán deildu á milli sín 99 skákum þar sem hvor tefldi við ríflega tuttugu í einu, mættu tveir danskir félagar með svakalegar myndavélar með enn svakalegri linsum á svæðið. Fyrir þeim fór Carsten Egevang sem þykir einn allra besti arctic ljósmyndari sem finnst og við nánari könnun var fullyrt að hann væri sá besti - á eftir RAX!

 

525809_289528387799780_100002278637973_644643_1583300957_n.jpg

Hrafn þarf að vanda sig þegar hann leikur næsta leik gegn Sikki Lorentzen, en hún vann tvö mótanna

Þeir félagar mynduðu uppákomuna en voru strax morguninn eftir á leið í veiðimannakofa í 40 km fjarlægð, semsagt lengst úti á ísnum þar sem Carsten hélt ljósmyndasýningu. Það reyndist ómögulegt fyrir ferðalangana að kíkja á sýninguna, enda bæði langt, kallt og vont færi svo vitað var að snjósleðarnir myndu hoppa og skoppa meirihluta leiðarinnar.

576277_289528557799763_100002278637973_644650_24502164_n.jpg

Stefán Bergsson er greinilega í ham í fjölteflinu

Átta manns á fjórum sleðum mættu þó á sýningu Carstens sem var himinlifandi með góða aðsókn. Þeir félagar voru svo samferða Hróks- og Kalakmönnum yfir hafið til Íslands.

Þær fjórar myndir sem fylgja þessari færslu tók Carsten Egevang. Fleiri myndir hans, greinar úr ferðinni og greinar um Grænland yfirleitt má finna á vefsíðu vinafélags Íslands og Grænlands, kalak.is

Carsten er með ljósmyndasíður:

www.carstenegevang.com

og  www.arc-pic.com

578081_289528487799770_100002278637973_644647_249725318_n_1149527.jpg

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Leiðangursmenn

,,Við erum ein fjölskylda"
,,Við erum ein fjölskylda"

Fréttir af landnámi skákarinnar og starfi Hróksins og Kalak á Grænlandi.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband